Um víða veröld - Heimsálfur

41 Asía Monsúnvindar í sunnanverðri Asíu umsnúast tvisvar á ári. Á sumrin blása vindar af hafi yfir landið en á veturna blása þeir í gagnstæða átt. Skipting Asíu í sex svæði. Náttúrufar Asía liggur í öllum loftslagsbeltum jarðar og er gróðurfar álfunnar af þeim sökummjög fjölbreytt. Nyrst er kuldabeltið með sínu heimskautaloftslagi. Þar eru freðmýrar útbreiddar. Sunnar taka við víðáttumiklir barrskógar sem teygja sig þvert yfir alla álfuna. Í Asíu eru staðir sem eru heitir allt árið um kring. Þar er líka að finna staði sem eru með þeim köldustu á jörðinni. Óhætt er að segja að fjölbreytni í náttúru og loftslagi sé gríðarlega mikil. Um miðbik álfunnar og langstærsta hluta hennar liggur tempraða beltið nyrðra. Þar er þurrt meginlandsloftslag ríkjandi. Í vesturhlutanum eru laufskógar sem víða hafa vikið fyrir ræktarlandi. Frá Arabíuskaga til Mongólíu eru ýmist þurrar grasivaxnar steppur eða eyðimerkur, allt eftir úrkomu á hverjum stað fyrir sig, en geysistórir fjallgarðar á þessu svæði mynda víða regnskugga. Suður- og suðausturhluti álfunnar sunnanHimalaja er í heittempraða beltinu nyrðra þar sem savanni er ríkjandi gróður og syðsti hluti Indlandsskaga og Suðaustur-Asía er í hitabeltinu þar sem hitabeltisregnskógar þekja stór svæði. Ríkjandi vindar um alla sunnanverða Asíu eru monsúnvindar. Þeir umsnúast tvisvar á ári og valda rökum og þurrum árstíðum á víxl. Hinir miklu loftmassar sem berast til norðurs frá hafinu á sumrin losa sig við rakann yfir Himalajafjöllum. Þetta veldur þurru loftslagi á Tíbethásléttunni. Á veturna er þessu öfugt farið þegar kaldir vindar blása í suður frá meginlandi Asíu. Eins og gróðurfar og loftslag er dýralíf álfunnar fjölbreytt, allt frá nyrstu ströndum við Norður-Íshaf, suður til regnskóga Indónesíu. Víða eru heimkynni sjaldgæfra dýrategunda og eru sumar tegundir nánast aldauða. Ólík svæði Vegna þess hversu stór Asía er og fjölbreytnin mikil er henni gjarnan skipt upp í minni svæði. Í Suðvestur-Asíu eða Mið-Austurlöndum eru ríkin fyrir botni Miðjarðarhafs og ríkin á Arabíuskaga. Vegna stærðar telst Rússland eitt og sér til Norður-Asíu. Til Mið-Asíu teljast Afganistan, Kasakstan og ríkin þar á milli. Suður-Asía eru Indland og nágrannalönd og Maldíveyjar. Í Austur-Asíu eru Kína, Japan, Mongólía og ríkin á Kóreuskaga og til Suðaustur-Asíu teljast Taíland, Víetnam og nágrannalönd auk Filippseyja, Malasíu og Indónesíu. REGNSKUGGI Vegna landslags eða staðhátta fellur lítið eða ekkert regn. Regnskuggi myndast oft hlémegin við há fjöll.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=