Um víða veröld - Heimsálfur

40 Hið salta Kaspíhaf er stærsta landlukta vatn heims. Í Asíuhluta Rússlands er að finna dýpsta stöðuvatn í heimi, Bajkalvatn, en það er 1741 metri að dýpt. Vatnið er einnig álitið það elsta í heimi og talið geyma meira ferskvatn en nokkurt annað stöðuvatn. Í Mið-Asíu er Aralvatn. Það var áður eitt stærsta vatn í heimi en er nú óðum að þorna upp vegna ágangs mannsins. Vatni í ánum sem renna í Aralvatn er veitt í áveitur sem notaðar eru til ræktunar á bómull og hrísgrjónum. Umhverfi vatnsins hefur breyst mikið og er þetta eitt versta dæmi um umhverfisslys af manna völdum. Víðáttumiklar eyðimerkur er að finna í Asíu. Í suðvesturhlutanum er Arabíuskagi, sem er eiginlega framhald af Sahara-eyðimörkinni í Afríku. Austar er Thar-eyðimörkin og enn austar Takla Makan og Góbí. Mikill fjöldi eyja tilheyrir Asíu. Langflestar eru þær í austurhluta álfunnar. Indónesía telur rúmlega 17.000 eyjar og Filippseyjar eru stór eyjaklasi yfir 7000 eyja. Norðar er annar stór eyjaklasi sem tilheyrir Japan. LANDLUKT Það að vera landlukt merkir að land sé allt í kring, að það nái hvergi að sjó. Á kortinu má sjá ríkjandi loftslag og úrkomu í Asíu. Hirðingjar á sléttunum í Mongólíu búamargir í tjöldum. Nokkrumsinnumá ári taka þeir upp tjöldin og færa sig um set með búpeninginn. Tjöldin sem eru úr viðargrind með ullardúk yfir eru kölluð ger.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=