Um víða veröld - Heimsálfur

23 Maður og náttúra iðkum, listir sem við stundum, afþreying sem við höfum skapað okkur (t.d. tónlistin sem við hlustum á), maturinn sem við borðum, fatatískan, bækur sem við lesum, íþróttagreinar sem við stundum og fylgjumst með og svo mætti lengi telja. Menningararfur Íslendinga er t.d. torfbæir og þorrablót þar sem hákarl, slátur og súr matur er á borðum. Eins eru bárujárnshús, kokteilsósa, Björk og Stundin okkar hluti af íslenskri menningu og ekki má gleyma náttúrunni, hreina loftinu og vatninu. Á sama hátt og menning Íslendinga skapar þjóðarstolt okkar skapar önnur menning og aðrir siðir stolt annarra þjóða. Þennan fjölbreytileika ber að virða. Fjölmenning eða viðhald menningarlegrar fjölbreytni innan þjóðríkis nýtur vaxandi vinsælda og mörg þjóðfélög verða sífellt fjölmenningarlegri. Þannig er t.d. talað umborgina New York sem suðupott menningarstrauma þar sem margir ólíkir menningarstraumar víðs vegar að úr heiminum koma saman. Þegar ólíkir menningarstraumar mætast skapast eitthvað nýtt í menningunni sem fyrir var. Ferðaþjónusta og fjölmiðlar hafa haft í för með sér að nánast ekkert þjóðfélag er ósnert af utanaðkomandi áhrifum. Vörur, tækni og afþreying hafa t.d. dreifst umallan heimog haft mikil áhrif langt út fyrir upprunasvæði sín, s.s. bandarískar Hollywood-myndir, indverskar Bollywood-myndir, japanskt sushi, ítölsk pitsa og súrsæt sósa frá Kína. Þegar fólk ferðast eða flytur á milli landa fylgja því einnig siðir og kunnátta sem hafa áhrif á samfélagið sem flutt er til. 1055 Kínverska 760 Enska 490 Hindí 417 Spænska 277 Rússneska 230 Bengalí 225 Arabíska 215 Portúgalska 172 Franska 128 Japanska 0 200 400 600 800 1000 1200 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 #REF! #REF! Kínverska Enska Hindí Spænska Rússneska Bengalí Arabíska Portúgalska Franska Japanska 1200 1000 800 600 0 0 MÆLENDAFJÖLDI Í MILLJÓNUM Heimurinn er ætlaður okkur öllum. Sama hvaðan við erum eða hvernig við lítum út.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=