Um víða veröld - Heimsálfur

22 Samfélög Þjóð Hvað er þjóð? Þeir sem hafa reynt að skilgreina hugtakið þjóð telja að þjóðir jarðar séu á bilinu þrjú til fimm þúsund. Í skilgreiningunni er gengið út frá því að tungumál, menning, saga og trú sameini hópa og greini þá um leið frá öðrum hópum. Önnur skilgreining gerir ráð fyrir því að þjóðir séu ímynduð samfélög sem eiga ímyndaðan sameiginlegan uppruna, skyldleika, samstöðu og sögu sem þjóna pólitískum og efnahagslegum markmiðum. Til að sameina ólíka þjóðfélagshópa innan landamæra reyna stjórnvöld að skapa ákveðna þjóðerniskennd meðal íbúa þjóðríkisins. Sums staðar hefur það tekist með ágætum en annars staðar hefur það haft skelfilegar afleiðingar þar sem sundurleitar þjóðir hafa verið neyddar undir hatt eins ríkis. Menning Menning er það sem maðurinn skapar og gerir og er órjúfanlegur hluti af daglegu lífi. Menning er sívirkt afl frá degi til dags sem mótar einstaklinginn, hugsun hans og hegðun. Þannig gerir menningin okkur að þeim sem við erum. Hluti af menningu er t.d. tungumálið sem við tölum, trúarbrögðin sem við MANNHYGGJA Með mannhyggju er átt við að maðurinn sjálfur, með breytni sinni og hegðun, sé örlagavaldur síns eigin lífs; sinn eiginn gæfusmiður. ÞJÓÐERNI Þjóðerni er það að vera af ákveðinni þjóð. Eitt helsta stolt og sameingartákn hverrar þjóðar er þjóðfáninn. Litirnir í íslenska fánanum tákna fjallablámann, ísinn og eldinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=