Um víða veröld - Heimsálfur

17 Maður og náttúra Verkefni Kort 1. Hvar er þéttbýlustu svæði heims að finna? En þau strjálbýlustu? 2. Hvaða heimsálfa er þéttbýlust? Hvað útskýrir það? 3. Hvaða heimsálfa er strjálbýlust? Hvað útskýrir það? 4. Finndu þéttbýl svæði meðfram stórf ljótum á korti. 5. Notaðu aldurspíramídana á bls. 15 til að vinna með. Hvað einkennir þessa píramída? Í hvaða aldurshópi eru f lestir jarðarbúar? En fæstir? Hvað skýrir ólíka lögun píramídanna? 6. Ef þú mættir velja einn stað á jörðinni til að búa til borg með milljón íbúum, hvar myndir þú staðsetja borgina og hvers vegna? Hvað þarf til að borg myndist? Finndu svarið 7. Hvað hefur mest áhrif á fólksfjölgun í heiminum? 8. Hvað einkennir þéttbýlustu svæði heimsins? Hvernig er jarðvegur og umhverfi á þeim svæðum? 9. Hvað er Brandt-línan? 10. Veldu eitt af eftirfarandi hugtökum og útskýrðu. a. Fæðingartíðni b. Dánartíðni c. Náttúruleg fólksfjölgun d. Brottf lutningur e. Meðalævilengd Umræður 11. Hvað er hægt að gera til að stemma stigu við offjölgun mannkyns? 12. Hvernig er hægt að leysa fátækt og hungur í Afríku og víðar? 13. Í f lestum löndum eru f leiri konur en karlar. Hvernig stendur á því? Í Kína er þessu samt öfugt farið. Af hverju? 14. Af hverju verður hver kona að eiga f leiri en tvö börn til að ekki verði fólksfækkun í heiminum? 15. Af hverju fæðast f leiri börn í efnaminni löndum? 16. Hvað þarf til að hægt sé að búa í regnskógum Amason, í Atacamaeyðimörkinni, á túndrum Síberíu, í Alaska og á Arabíuskaga? 17. Er hægt að tala um að mannkynið sé auðlind eða byrði á jörðinni? Viðfangsefni 18. Gerið graf yfir það hvernig fólki hefur fjölgað á Íslandi frá árinu 1703. Upplýsingar má finna á www.hagstofa.is 19. Hvaða áhrif hefur það á vinnumarkaðinn ef allt unga fólkið f lytur burt og vinnuaf lið eldist? 20. Búið til fréttaskýringarþátt um offjölgun mannkyns á jörðinni og takið upp á myndband. Ísland 21. Hvers vegna heldur þú að f lestir á Íslandi búi á höfuðborgarsvæðinu? 22. Hvernig er aldurssamsetning íbúa á Íslandi? Sjá www.hagstofa.is 23. Hvað segja mannfjöldaspár að Íslendingar verði margir árið 2020? En árið 2030? Sjá www.hagstofa.is 24. Hvernig eru lífskjör fólks á Íslandi? Berðu þau saman við tvær eða þrjár ólíkar þjóðir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=