Um víða veröld - Heimsálfur

161 Heimshöfin Á 8. öld hófu norrænir menn að stunda siglingar og þar með landafundi í miklummæli og í lok 15. aldar fóru Spánverjar og Portúgalar að kanna óþekkt úthöf og lönd handan þeirra. Mögulegar siglingaleiðir um norðurheimskautið Vegna aukinnar hlýnunar og bráðnunar hafíss á norðurheimskautinu hafa opnast möguleikar á siglingum sem áður þóttu óhugsandi. Með opnun siglingaleiða milli Kyrrahafs og Norður-Atlantshafs umnorðurheimskautið myndi siglingaleiðin a mikilvægum flutningaleiðummilli Asiu og Evropu og austurstrandar Bandarikjanna styttast verulega og skipaflutningar (fraktflutningar) verða miklir á milli þessara fjölmennu heimshluta. Ef af þessu yrði myndu opnast ýmis tækifæri fyrir Íslendinga. Langar siglingaleiðir krefjast umskipunarhafna. Lega Íslands í miðju NorðurAtlantshafi hentar slíkum höfnum mjög vel. Nálægðin við siglingaleiðir gæti þjónað umskipun fyrir flutninga yfir norðurheimskautið þegar og ef það opnast, auk þess sem náttúruleg skilyrði fyrir stórskipahafnir í djúpum fjörðum víða um land eru mjög góð. Aukin skipaumferð um norðurheimskautið myndi þó leiða til aukinnar mengunar á annars viðkvæmu vistkerfi norðurheimskautssvæðisins sem taka þarf tillit til. Á kortinu má sjá mögulegar siglingaleiðir um Norður-Íshafið ef bráðnun hafíss á norðurheimskautinu heldur áfram. Sjóræningjar taka áhöfn skips til fanga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=