Um víða veröld - Heimsálfur

160 Siglingar um heimshöfin Heimshöfin könnuð Þótt fólksflutningar á milli heimsálfa hafi á forsögulegum tíma verið um landbrýr er talið að sjóferðir hafi verið stundaðar fyrir tugum þúsunda ára og átt stærstan þátt í því að mannkynið dreifðist um jörðina. Heimildir eru til um siglingar ýmissa þjóða fyrir þúsundum ára síðan. Má þar nefna bergristur í Noregi sem sýna notkun skinnbáta fyrir meira en 4000 árum. Siglingar kínverskra kaupmanna til Indlands og Arabíu hófust fyrir um 5000 árum. Siglingar hinna fornu þjóða Suður-Ameríku til Páskaeyjar og annarra úthafseyja voru mögulegar með hjálp vinda og hafstrauma. Pólýnesar sigldu langar vegalengdir á milli eyja í Kyrrahafi á háþróuðum skipum sínum og notuðu kennimerki eins og stjörnur, ferðir farfugla, öldufar og lit sjávar til að rata. Árið 1492 sigldi Kristófer Kólumbus til Ameríku. Vasco da Gama sigldi suður fyrir Afríku árið 1497 og uppgötvaði þar með siglingaleið frá Evrópu til Indlands og árin 1519–1522 fór FerdinandMagellan í fyrstu hnattsiglinguna og sannaði þar með hnattlögun jarðar. Árin 1772–1775 stýrði James Cook rannsóknarleiðöngrum umhverfis Suðurskautslandið sem markaði ákveðin tímamót í könnun heimshafanna þar sem stærð og umfang þeirra var nú að mestu leyti þekkt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=