Um víða veröld - Heimsálfur

150 Landslag Hin ísilagða, óbyggða heimsálfa á suðurhveli jarðar er sú fimmta stærsta í röðinni. Um 98% af yfirborði Suðurskautslandsins er þakið ís og er hann að meðaltali um 2 km þykkur. Einu íslausu svæðin eru fáein strandsvæði og tindar hæstu fjallanna sem rísa eins og jökulsker upp úr íshellunni. Jökulbreiða Suðurskautslandsins er langstærsti ísmassi jarðar og eru um 70% af ferskvatnsbirgðum jarðar bundin í honum. Þyngd íssins er svo mikil að jarðskorpan undir honum er talin hafa sigið um 900 m. Þessi mikli jökull sem hylur meginlandið veldur því að það er í senn það hæsta og lægsta á jörðinni. Ef jökullinn er talinn með er meginlandið það hæsta, en án jökulsins það lægsta. Hins vegar myndi landið rísa hratt ef jökullinn hyrfi. Á kortinu má sjá hvaða ríki hafa gert kröfu til landsvæða á Suðurskautslandinu. Í dag er þó uppi samkomulag um alþjóðlega stjórnun og samvinnu við vísindarannsóknir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=