Um víða veröld - Heimsálfur

128 Argentína Líkt og í öðrum löndum í Suður-Ameríku hefur orðið mikil breyting á íbúasamsetningu í Argentínu eftir að Evrópumenn komu til sögunnar. Auk þess að vera að stórum hluta af blönduðu spænsku og indíánakyni eru margir Argentínumenn af öðrumEvrópuþjóðum komnir. Þegar landið fékk sjálfstæði frá Spáni árið 1816 voru innflytjendur taldir nauðsynlegir til að byggja upp nútímaríki. Stórir hópar innflytjenda hvaðanæva að úr heiminum fluttu til Argentínu. Norður-Evrópumenn, Pólverjar, Rússar, Arabar, Gyðingar og Japanar eru nú m.a. hluti af hinni argentínsku þjóðarblöndu. Í mið- og norðurhluta Argentínu eru miklar gresjur (Pampas). Að vestanverðu eru Andesfjöllin sem mynda náttúruleg landamæri við Chile. Þar er hæsti tindur Suður-Ameríku, Aconcagua, 6962 m hár. Í norðurhluta landsins er eitt hrjóstrugasta svæði álfunnar, Gran Chaco. Þetta er lág og flöt árslétta, sem verður að mýrlendi á rigningartímanum svo að landið verður ónothæft til ræktunar. Fáir vegir og járnbrautir liggja um svæðið, enda er þar mjög strjálbýlt. Í Suður-Argentínu er Patagónía og sunnar eyjaklasinn Eldland, semMagellansund skilur frá meginlandinu. Undan MENNINGARARFUR Menningararfur eru hlutir (efnislegir og óefnislegir) sem erfast frá einni kynslóð til annarrar. Efnislegir hlutir geta t.d. verið byggingar, minnisvarðar og listaverk en dæmi um óefnislega hluta menningararfs eru tungumál, þjóðsögur og hefðir. Breiðstrætið „9. júlí“ í Buenos Aires er breiðasta gata í heimi með sjö akreinum í hvora átt. Nafnið er dregið af deginumþegar Argentína lýsti yfir sjálfstæði árið 1816.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=