Um víða veröld - Heimsálfur

124 landamærum Brasilíu og Paragvæ. Þá var landið orðið sjálfu sér nægt í iðnframleiðslu. Mestu iðnaðarsvæðin eru í suðaustanverðu landinu, við borgirnar São Paulo og Ríó de Janeiro. Ferðaþjónusta hefur vaxið hröðum skrefum og eru ferðamannastaðir eins og t.d. baðstrendurnar Copacabana og Ipanema stærsta aðdráttaraflið, ásamt kjötkveðjuhátíðum í stærstu borgum landsins. Brasilía var nýlenda Portúgala frá 1500 til 1822 er landið fékk sjálfstæði. Portúgalska er opinbert tungumál sem allir tala nema indíánar á einangruðum svæðum Amason. Þéttbýlið er langmest í austurhluta landsins við strendur Atlantshafsins. Amasonsvæðið er hins vegar mjög strjálbýlt. Borgarvæðing er mikil en um 80% íbúa búa í borgum. Höfuðborgin heitir Brasilía og er langt inni í landi, utan mesta þéttbýlissvæðisins. Borgin var skipulögð frá grunni og tók við af Ríó de Janeiro sem höfuðborg landsins árið 1960. Misskipting auðs í Brasilíu er mikil. Þótt margir lifi þar góðu lífi við mikla velsæld lifa einnig margir íbúar við mikla fátækt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=