Um víða veröld - Heimsálfur

123 Suður-Ameríka á hásléttunum í austur- og suðurhluta landsins. Til útflutnings er m.a. ræktaður sykurreyr, kaffi, bananar og appelsínur, oft á stórum plantekrum. Af þjóðum heims leggur Brasilía til mest af hráefni í appelsínusafa. Brasilíumenn eru einnig meðal mestu kaffiræktenda heims. Í suðurhlutanum, þar sem mikið land fer undir kaffiræktina, eru um 300.000 kaffiræktarbændur. Kaffiplantan fær ekki að vaxa miklu meira en einn metra svo auðvelt sé að tína af henni rauð berin. Í berjunum eru tvær hvítar baunir. Þegar fullþroska baunirnar hafa verið tíndar og þurrkaðar eru þær oft seldar óbrenndar til stórfyrirtækja í Evrópu eða Bandaríkjunum sem brenna kaffið og pakka því fyrir neytendamarkað. Þegar baunirnar hafa verið þurrkaðar og brenndar er fyrst hægt að laga kaffi. Á grassléttunum syðst í landinu er að finna helstu beitarlöndin. Þar er nautgriparækt mikil. Stórir hlutar af Amasonskóginum hafa verið ruddir fyrir nýrækt, einkum nautgriparækt. Iðnaður í Brasilíu er fjölbreyttur og háþróaður sem þakka má aðgerðum stjórnvalda á 7. áratug síðustu aldar. Stjórnvöld settu innflutningsbann eða verndartolla á margar iðnaðarvörur til að efla iðnað í landinu. Þetta gátu þau gert þar semmiklar náttúruauðlindir, verðmæta málma og orku var að finna í landinu. Orkan sem iðnaðurinn þurfti skyldi líka vera innlend, svo ráðist var í að reisa Itaipu-virkjunina við Iguassufossana, sem eru á VERNDARTOLLAR Verndartollur er gjald sem ríki leggur á innfluttar vörur í þeim tilgangi að vernda innlenda framleiðslu gegn erlendri samkeppni. Ávaxtarækt er auðveld í því loftslagi sem er ríkjandi í Brasilíu. Bananar og appelsínur eru ræktaðar á stórum plantekrum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=