Um víða veröld - Heimsálfur

100 Áhrifa spænskrar nýlendustjórnar gætir enn um alla Mið-Ameríku. Íbúarnir eru kaþólskrar trúar og spænska er opinbert tungumál í öllum löndum, fyrir utan Belís þar sem enska er töluð, enda var Belís bresk nýlenda. Nýlenduyfirráð Evrópuþjóða léku frumbyggja Mið-Ameríku grátt. Þeim fækkaði mikið á nýlendutímanum en hefur nú fjölgað aftur. Mannfall á meðal innfæddra var einkum vegna þess að ónæmiskerfi þeirra réð ekki við framandi sjúkdóma, sérstaklega bólusótt, auk þess sem öðru hvoru brutust út vopnuð átök við evrópsku nýlendubúana. Í dag hafa innfæddir íbúar blandast Evrópubúum og Afríkubúum, afkomendum þræla. Í löndum Mið-Ameríku hafa oft verið innanlandsátök og róstur með íhlutun Bandaríkjamanna með misjöfnum árangri. Í dag er markmið Mið-Ameríkuríkja að ná efnahagslegum stöðugleika. Það er hins vegar við ramman reip að draga, þar semmisskipting auðæfa og lands er mikil og helsta hindrunin við að ná settum markmiðum. Vel hefur þó tekist til í Kostaríka um lengri tíma og ríkir þar almenn velsæld, auk þess sem friður hefur meira og minna haldist í landinu. Atvinnulífið í Mið-Ameríku snýst fyrst og fremst um landbúnað. Um helmingur af framleiðslunni er fluttur út. Meðal útflutningsvara má nefna kaffi, banana, sykur, kakó, bómull og tóbak. RÓMÖNSK TUNGUMÁL Rómönsk tungumál eru spænska, portúgalska, franska, ítalska, rúmenska, katalónska og retórómanska. Rómönsk mál eiga rætur að rekja til latínu. Rómanska Ameríka er sá hluti Ameríku þar sem rómönsk tungumál eru töluð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=