Um víða veröld - Heimsálfur

99 Norður-Ameríka plantna meiri en gengur og gerist annars staðar við svipaðar náttúrulegar aðstæður. Með myndun Panamaeiðisins eða landrisi þess svæðis í upphafi síðustu ísaldar, fyrir um þremur milljónum ára, opnaðist landbrú á milli Norður- og Suður-Ameríku. Þar sem heimsálfurnar höfðu verið aðskildar í tugi milljónir ára hafði dýra- og plöntulíf þróast á ólíkan hátt. Þessi tenging heimsálfanna hafði, eins og gefur að skilja, gríðarmikil áhrif á þróun dýra- og plöntulífs í báðum álfum fyrir sig. Útbreiðslu dýra og plantna sem höfðu þróast aðskilin í tugi milljóna ára voru nú engar skorður settar. Níkaragvavatn er stærsta ósalta stöðuvatn Mið-Ameríku. Vatnið myndaðist þegar eldvirkni með fram Kyrrahafsströndinni hlóð upp mjóum hrygg sem skildi flóann frá hafinu. Með aðstreymi vatns úr fjöllunum í kring og stöðugu útstreymi úr því til sjávar hefur seltan minnkað með tímanum. Þetta ferli hefur valdið því að einstakt dýralíf hefur þróast í vatninu. Þetta er eina stöðuvatnið í heiminummeð ferskvatnsafbrigðum sjávardýra, eins og t.d. hákarla. Árið 1968 hófst eldgos í Arenalfjalli í Kostaríka með kraftmiklu þeytigosi semvarð 78manns að bana. Síðan hefur gosið hraungosi nærri linnulaust úr fjallinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=