Tommi og tækin

15 – Ha, sögðu pabbi og mamma hissa. – Ertu hættur í fýlu? spurði pabbi. – Þú ert heldur ekkert reiður lengur, sagði mamma. Nei, Tommi var ekkert reiður og fýlan varð eftir í fjósinu. – Ég fékk svo góða hugmynd úti í fjósi, sagði Tommi æstur. – Góða hugmynd? Pabbi og mamma urðu mjög spennt. – Við hendum ekki vélunum, sagði Tommi. – Hvað gerum við þá? spurðu pabbi og mamma. Af hverju urðu pabbi og mamma spennt?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=