Þriðji Smellur

3 Þessi tákn áttu eftir að sjá í öðrum hluta bókarinnar: – Hér ályktar þú, rannsakar og grúskar. – Þegar þetta merki kemur upp mun kennari leggja inn verkefni og aðstoða hópinn við að leysa það skref fyrir skref. – Þessi verkefni vinna tveir eða fleiri saman. – Hér er ætlast til að þú leysir verkefnið skriflega. – Verkefni sem eru flutt munnlega, kynningar, leikræn tjáning og virk hlustun. Hvað með þessi verkefni? Öllum textum í bókinni fylgja verkefni. Í fyrsta og þriðja hluta skiptast þau í þrjá flokka: Lestu og svaraðu Hér reynir á athyglisgáfu þína. Svörin við spurningunum er að finna í textanum, þú þarft bara að lesa rétt og taka vel eftir. Lestu milli lína Í þessum verkefnum er mikilvægt að þú áttir þig á atriðum sem ekki standa með berum orðum í textanum. Hér þarftu að draga ályktanir, túlka, skynja og safna saman upplýsingum. Lestu ofan í kjölinn Hér er verið að fara fram á að þú hugsir svolítið um það sem þú varst að lesa. Að þú leggir mat á efnið og tengir það við líf þitt. Að þú skiljir orð og orðasambönd. Að þú mótir þér skoðanir og nýtir það sem þú varst að lesa/læra til að auka við þekkingu þína og hæfni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=