Þriðji Smellur

2 Góðan Þú kannt að lesa. Til hamingju með þá færni. Hún mun koma þér að góðum notum alla ævi. Við upphaf skólagöngu þinnar var þér kennt að lesa. Þú lærðir að þekkja stafi og breyta þeim í hljóð. Því næst fórstu að tengja saman hljóð og mynda orð og þú fórst að lesa hraðar, lesa heilu blaðsíðurnar og alls kyns bækur. En ertu vel læs? Sumir telja að það sé nóg að kunna að lesa. Að vera snöggur að lesa orð á blaði eða í bók geri mann fluglæsan. Þá þurfi maður ekki að læra meira um læsi og geti hætt að æfa sig að lesa. Það er sko hreint ekki svo einfalt. Að kunna að lesa er mikilvægur grunnur en læsi er svo miklu, miklu meira … Læsi er nefnilega líka: – að skilja og túlka talmál, ritmál, myndmál, táknmál og samskipti – að setja í samhengi – að leggja mat á – að geta tjáð sig á margvíslegan hátt – að vera gagnrýnin/n. daginn!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=