Skilaboð móttekin

3. hluti 49 Tökum litina sem dæmi Einhverra hluta vegna skiptast kynin í tvo flokka þegar kemur að þeim: Kannastu við þetta? Veistu hvenær var ákveðið að blár væri fyrir stráka og bleikur fyrir stelpur? Sumir hafa haldið því fram að á bak við þessa skiptingu liggi einhver eðlis- lægur munur á kynjunum en aðrir halda því fram að þetta sé lærður munur Hvað heldur þú? Er eitthvað í eðli ungra drengja sem lætur þá laðast að bláum lit? Eða hafa þeir kannski bara vanist bláa litnum í gegnum fataval foreldra og ættingja, alveg frá unga aldri? Hefurðu oft séð nýfædda stúlku í bláum samfestingi? Eða pínulítinn strák í bleikri peysu? Hvað með aðra og skylda hluti á borð við leikföng? Er það innbyggt í okkur sem manneskjur að sumir vilji leika sér með dúkkur en aðrir með bíla? Er það náttúrulögmál? Hefurðu farið í mörg barnaafmæli þar sem strákur fær nokkrar dúkkur í afmælisgjöf? Ef þú ert strákur: Hvað hefurðu fengið margar dúkkur að gjöf? En hversu marga bíla eða verkfæri? Hversu mikið áttu af bleikum fötum? Ef þú ert stelpa: Hvað hefurðu fengið marga bíla eða verkfæri að gjöf? En hversu margar dúkkur? Hversu mikið áttu af bláum fötum? Staðreyndin er sú að þessi skipting og flokkun í staðalmyndir liðkar fyrir sölunni; hún er til þess fallin að við – kaupendur – færumst nær því að kaupa Almennt viljum við skýran valkost, við viljum ekki taka áhættu með pen- ingana okkar og þess vegna veljum við oftar blátt fyrir stráka og bleikt fyrir stelpur – vegna þess að óskráða reglan segir að það sé öruggt val Neyslumynstur okkar er stútfullt af dæmum um svona hegðun sem stýrist af óskráðum reglum – það er okkar að koma auga á þær Dagbók/ umræður Skoðið bæklinga frá leik- fangaverslunum. Eru þær kynjaskiptar, jafnvel með litum eða með yfirskrift (Fyrir stráka/ Fyrir stelpur)? Hvaða skila- boð fá ungir krakkar sem fletta svona bæklingum? Skoðið einnig fatabæklinga frá íþróttavöru- verslunum. Er sýnilegur munur á því hvernig kynin birtast þar, ekki síst í litavali og líkamsstöðu? Verkefni Vettvangsferð: Farið nokkur saman í verslunarmiðstöð eða verslunar- kjarna og skráið niður allt sem þið takið eftir sem tengist efni bókar- innar (auglýsingar, skilaboð, tákn, vísanir, staðalmyndir, neyslustýring o s frv ) Gefið bekknum munnlega skýrslu að loknu verkefninu Blár er strákalitur Bleikur er stelpulitur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=