Previous Page  11 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 11 / 108 Next Page
Page Background

9

ÚR VERKFÆRAKISTU KENNARANS :

SKAPANDI SKÓLI

Skipulag og uppbygging kennslustunda

Skipulagning kennslustunda gegnir veigamiklu hlutverki í skólastarfi. Þegar

markmið og uppbygging kennslustundar eða lotu eru nemendum ljós strax

frá upphafi fyllast þeir öryggi og verða sjálfstæðari í vinnubrögðum.

Margir kennarar skipuleggja kennslustundir eða skóladaginnmeð plöstuðum

spjöldum á töflu eða vegg, eða

skrá uppbyggingu hverrar kennslustundar

á

ákveðinn stað á töflunni. Gott er að skrá alltaf á sama stað og með sömu

uppsetningu þannig að nemendur temji sér að leita þessara upplýsinga sjálfir.

Tæknin getur líka komið í góðar þarfir þar sem nemendur eiga greiðan að-

gang að stafrænu umhverfi og hægt að nota hana til að stilla upp viðmiðum

og valkostum fyrir nemendur að taka mið af í sinni vinnu.

Fyrirmyndarkennslustund, löng eða stutt, hefur upphaf, miðju og endi.

Í upphafi er mikilvægt að grípa athygli nemenda með einhvers konar

kveikju

.

Vinnan sjálf fer fram í miðri kennslustund og í lokin er gott að hafa stutta

samantekt eða mat af einhverju tagi. Ágætt er að tímasetja þessi atriði á

töflu því það hjálpar bæði nemendum og kennara við að halda áætlun og

fara eftir skipulaginu. Margir kennarar hafa nýtt sér tímavaka þar sem tími

til ákveðinna verkefna er sýnilegur nemendum. Tímavakar sem hafðir eru í

kennslustofunni eru dýr tæki, en finna má á netinu fjölbreytta tímavaka sem

kostar ekkert að nota. Þá má sýna á tjaldi með skjávarpa eða hafa á tölvuskjá

sem snýr að nemendum. Símar eru líka þarfaþing þegar halda þarf tíma-

áætlun og hægt að hafa þá í hlutverki vekjara. Um tímavaka er fjallað

nánar á fylgivef bókarinnar.

Við undirbúning

kennslu er gott að

spyrja sig nokkurra

lykilspurninga:

• Hvað vil ég að nem-

endur fái út úr þessari

kennslustund?

Hvert er markmiðið?

• Hvernig get ég fengið

nemendur til að

taka þátt í að móta

kennslustundina?

• Er hægt að kenna

þetta efni á einfaldari

máta?

• Kem ég til móts

við fjölbreyttan

nemendahóp?

• Hvernig get ég best

virkjað nemendur?