Skali 3b kennarabók

Þjálfaðu hugann Kafli 5 • Líkindareikningur 43 Æfingahefti Blaðsíða 8081 Ábendingar 5.67 Verkefnið hentar mjög vel til að vinna með raunverulegar kúlur eða þá að teikna þær. 5.68 Raðað frá minnstu líkum til mestu: – P (fá fjarka tvisvar í röð) = ​  1 ___  6 ​· ​  1 ___  6 ​= ​  1 ____  36  ​= 2,8% – P (fá að minnsta kosti eitt fúlegg af hundrað eggjum þegar líkur á fúleggi er 0,2%) = 18,1% – P (grænt gangbrautarljós sem er rautt 60% tímans) = ​  2 ___  5 ​= 40% – P (draga spaða minnst einu sinni af þremur skiptum) = 57,8% 5.69 Aðstæðurnar sem lýst er í texta verkefnisins eru þekktar sem „þversögn lágu talnanna“. Við getum sett aðstæðurnar upp í krosstöflu og reiknað út líkur á hverri af samsetningunum fjórum. Við sjáum að sá sem fær skilaboðin skelfilegu, hér merkt með gráu svæði í töflureikninum, hefur satt að segja meiri líkur á að vera heilbrigður. Niðurstaðan sýnir að slík próf verða að vera mjög örugg til að hægt sé að setja þau á markað. Meiri líkur verða að vera á að sýna rétta niðurstöðu en líkurnar eru á að vera heilbrigður. Oft spila siðferðileg álitamál inn í hjá lækningafyrirtækjum þegar taka þarf ákvarðanir innan þessa sviðs. 1 2 P(ósatt próf) P(satt próf) 0,008 0,992 0,000024 0,002976 0,007976 0,989024 P(hefur sjúkdóm) 0,003 P(hefur ekki sjúkdóm) 0,997 3 4 5 6 Krosstafla fyrir tvo atburði: sjúkdóm/ekki sjúkdóm og satt/ósatt próf A B D C 5.70 Þetta er svolítið skapandi afbrigði af kúabingó þar sem svæðin eru ekki jafn stór. a Hægt er að útbúa þetta líkan á marga vegu. Aðalatriðið er að fjöldi spila þarf að vera deilan- legur með 8 og skiptast í helm- inga, fjórðuhluta og áttundu hluta. Tillaga: Takið burtu alla ása þannig að við höfum 48 spil. A: allir spaðar frá 2 til 7 B: allir spaðar frá 8 til 13 C: öll laufspil D: öll rauð spil Stokkið spilin og dragið eitt spil fyrir hverja kú. Dregið er með skilum. b Nemendur fá gjarnan spilapen- inga sem veðfé til að leggja undir og prófa sig áfram með hvernig veðféð og vinningar skiptast. Í tillögunni gerum við ráð fyrir að veðféð sé alltaf jafnmikið, óháð reit, en að vinningsupphæðin verði þeim mun stærri sem reiturinn er minni. Veðfé: tveir spilapeningar óháð reit Skipting vinninga: 75% = sex peningar á spil Vinningur í A: tólf peningar (vinningshlutfall: 6,0) Vinningur í B: tólf peningar (vinningshlutfall: 6,0) Vinningar í C: sex peningar (vinningshlutfall: 3,0) Vinningur í D: þrír peningar (vinningshlutfall: 1,5) Hugtakið „vinningshlutfall“ hefur svolítið mismunandi skilgreiningar en hér má skilgreina það sem þáttinn sem veðféð er margfaldað með til að reikna út vinninginn þegar vinningur fæst. c Nota má spilaspjaldið fyrir kúabingó á verkefnablaði 3.5.7. Kaflapróf Nú geta nemendur tekið kaflaprófið. Kaflaprófið er metið með einkunn. Einkunnin og endurgjöfin eru hér hluti af leiðsagnarmati um stöðu nemenda í þemanu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=