Skali 3b kennarabók

Skali 3B Kennarabók • 8542 • © 2016 Menntamálastofnun 42 Æfingahefti Blaðsíða 7879 Ábendingar 5.62 a Hér er ekki um jafnar líkur að ræða: 1 2 3 4 1 1 + 2 = 3 1 + 3 = 4 1 + 4 = 5 2 2 + 1 = 3 2 + 3 = 5 2 + 4 = 6 3 3 + 1 = 4 3 + 2 = 5 3 + 4 = 7 4 4 + 1 = 5 4 + 2 = 6 4 + 3 = 7 Taflan sýnir að það eru átta mögu- leikar á að summan sé oddatala og fjórir möguleikar á að summan sé slétt tala. Þá eru líkur á oddatölu ​  2 __  3 ​og á sléttri tölu ​  1 __  3 ​. b Ef sléttri tölu er skipt út með oddatölu verða líkurnar jafnar (hér er 4 skipt út með 5): 1 2 3 5 1 1 + 2 = 3 1 + 3 = 4 1 + 5 = 6 2 2 + 1 = 3 2 + 3 = 5 2 + 5 = 7 3 3 + 1 = 4 3 + 2 = 5 3 + 5 = 8 5 5 + 1 = 6 5 + 2 = 7 5 + 3 = 8 Nú eru líkurnar á að summan verði oddatala nákvæmlega jafnmiklar og að hún verði oddatala: ​  1 __  2 ​. 5.65 Hér þurfa nemendur að vita að það eru tólf mannspil í spilastokk. Erfiðari verkefni – Ýmis verkefni Líkurnar á að vinna í Jóker Spilið Þorir þú að taka áhættu? á bls. 70 líkist spilinu Jóker, sem nemendur þekkja kannski áður. Sem aðalvinningshafinn í Jóker- spilinu færð þú úthlutað fimm tölum frá 0 til 9, valdar af handahófi. Fyrir hverja þeirra áttu að velja hvort þú haldir að fimm aðrar tölur séu hærri eða lægri en þín tala. Ef þú velur rétt klífur þú upp vinningsstigann. Ef þú velur rangt færist þú niður. Að auki er jóker í spilinu svo að það eru ellefu mögulegir „tölustafir“ sem geta falist á bak við leynilegu tölurnar. Gerið kennslumyndband Kennari getur látið nemendur, tvo og tvo, gera saman kennslumyndband, gjarnan fyrir sjónvarp, sem gæti stutt við námið á tilteknu þema í kaflanum. Deilið aðgangi að myndböndunum og horfið gjarnan á þau saman. Hvað viltu velja? Notið spjöldin á verkefnablaði 3.5.3. Þetta verkefni hentar til upprifjunar á líkindahugtakinu og er unnið út frá því sem nemendur eiga að hafa lært í vinnunni í Skala 2B , kafla 5. Notið spjöldin á verkefnablaði 3.5.3. Klippið þau í sundur og blandið þeim vel saman. Nemendur vinna saman, tveir og tveir. Þeir draga tvö spjöld og ræða hvaða spjald gefur þeim mestar líkur eða hvort þau hafi sama gildi. Þeir geta líka unnið með öll spjöldin í einu og raðað þeim frá minnstu upp í mestar líkur. Jafngild spjöld eru lögð hvert ofan á annað. Einnig mætti hvetja nemendur til að lýsa útkomu- menginu og ákveða hvort um atburðinn gildi jafnar eða ójafnar líkur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=