Sjónpróf

Hvernig varð bókin til? Ástæða þess að ég ákvað að skapa þessa bók, að setja upp hugleiðingar og heilræði eftir sjálfan mig í sjónprófsformið kom nú eiginlega af tilviljun og þakklæti í senn. Í september 2014 missti ég skyndilega 95% af sjón minniá báðum augum. Við tóku margra mánaða rannsóknir sem leiddu í ljós að um sjaldgæfan erfðagalla í sjóntaug er að ræða. Fjöldi augnlækna hér á landi sem og í útlöndum skoðuðu augu mín á þessum tíma. Einn af þeim augnlæknum reyndist mér einstaklega vel á þessum erfiðu mánuðum og hefur hann alla tíð síðan staðið þétt við bakið á mér. Hann er í mínum huga öllum öðrum augnlæknum fremri sem ég hef kynnst þegar kemur að mannlega þættinum í samskiptum við sjúklinginn. Hann var ávallt reiðubúinn að hitta mig, hlusta á mig og ekki síst veita mér stuðning út í lífið á nýjan leik. Sem dæmi, strax í upphafi kynna okkar gaf hann mér farsímanúmerið sitt og tölvupóstfang og sagði mér að vera óhikað í sambandi teldi ég að hann gæti eitthvað hjálpað. „Bara ekki hringja á milli kl. 3 og 5 á nóttunni en þá er ég oftast sofandi,“ sagði hann í léttum tón. Þannig reyndist hannmér miklumeira en augnlæknir. Hann birtist mér fyrst og fremst sem falleg manneskja full af samkennd og nærgætni í bland við einstakan léttleika sem er mjög svo einkennandi í fari hans.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=