Sjónpróf

Hugarheimur s.s. gildismat, siðgæðisvitund, ábyrgð, réttsýni, samhygð, jafnrétti, lífsviðhorf, gagnrýnin hugsun, tilfinninganæmi, sköpun og tjáning. Nemandi getur: „lýst með dæmum gildi jákvæðra lífsviðhorfa, dygða og gildismats fyrir eigin sjálfsvitund,“ „sett sig í spor fólksmeðólíkanbakgrunná völdumstöðum og tímum,“ Félagsheimur: Félagsfærni, jafnrétti, réttlæti, virðing, vinátta, samræða, gagnrýnin hugsun, tjáning, sköpun og leikur. Nemandi getur: „nefnt dæmi um gildi jafnréttis og mannréttinda í samfélaginu og rætt áhrif staðalímynda,“ Listgreinar Vinna má með efnið í gegnum listir. Með því að leyfa nemendum að lesa eða búa til sjálfir sjónpróf og velja miðil í myndmennt til að koma því á framfæri er hægt að efla frumkvæði þeirra. Leikræn tjáning æfir síðan nemendur í að setja sig í spor annarra og takast á við ímyndaðar aðstæður eða samfélagsleg málefni. Einnig má vinna með framsetningu á efninu í tónmennt. Kennsluaðferðir sem eiga vel við eru meðal annars umræðu- og spurnaraðferðir sem þjálfa samræðu og gagnrýna hugsun. Markmiðið getur til dæmis verið að vekja nemendur til umhugsunar, fá þá til að skiptast á skoðunum eða rökræða, kenna þeim að tjá sig og taka tillit til annarra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=