Sjálfbærni - Rit um grunnþætti menntunar

SJÁLFBÆRNI 32 betur út þegar til skamms tíma er litið en hinar sem stýra auðlindum skynsamlega. Og lífsnauðsynleg hráefni og þjónusta sem náttúran veitir eru ókeypis: Sólin skín, grasið grær, fuglar syngja, fiskur klekst út og gengur á fiskimið, regn vökvar, gróðurmold nærir, fjölbreytt og fögur náttúra gleður. Verð hlutar miðast fyrst og fremst við hvað það kostar að framleiða hann, flytja hann á markað, auglýsa hann og selja. Grunnhráefnið sem í hlutinn fer, og kemur frá náttúrunni og er undirstaða þess að hægt sé að búa hann til, er oft alveg eða nánast ókeypis. Veiðimaður Ólíkar auðlindir Takmörkuð auðlind er auðlind sem er aðeins til í takmörkuðu magni og eyðist þegar af henni er tekið. Hún er því endanleg og nýting slíkra auðlinda er ósjálfbær. Ef landeigandi ákveður að moka burt fallegum hraunhól í landi sínu og nota mölina í veg getur hann bara gert það einu sinni. Eftir það geta börn hans hvorki notið þess að horfa á hólinn né hafa þau sömu möguleika og hann að nota efni hans sem byggingarefni þótt þau nauðsynlega þyrftu. Notkun takmarkaðra auðlinda í heiminum er enn mjög mikil og ber þar hæst notkun kola og olíu. Endurnýjanleg auðlind er auðlind sem hægt er að nota áfram svo lengi sem séð verður án þess að hún rýrni. Lífríkið er endurnýjanleg auðlind. Bændur geta beitt fé á gróið land og sjómenn sótt fisk í sjó svo lengi sem þeir taka ekki meira en vöxtur auðlindarinnar er frá ári til árs. Landeigandi getur ákveðið að setja litla virkjun í bæjarlækinn til að afla rafmagns. Þar með hefur hann skert þá auðlind sem býr í fegurð lækjarins en hann er hins vegar að nýta sér aðra endurnýjanlega auðlind, orkuna í hringrás vatnsins. Sú orka getur verið honum meira virði en fegurðin. Afturkræft eða óafturkræft eru lykilorð í umræðu um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Þótt börn landeigandans sjái eftir hraunhólnum getur enginn mannlegur máttur fært þeim hólinn aftur. Að moka honum í burtu er óafturkræfur verknaður. Ef krakkarnir ákveða hins vegar að setja upp vindrafstöð til að fá lækinn aftur er eins víst að þau geti tekið mannvirkin úr læknum og hann sé nánast aftur eins og hann var áður. Sú framkvæmd er þá afturkræf.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=