68 æfingar í heimspeki

57 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2014 – 40596 Fullyrðingarnar sem notaðar eru í þessari æfingu byggja allar á fréttum úr fjölmiðlum og eru: Það er hægt að reikna út hvenær heimsendir verður. – Verur utan úr geimnum hafa lent á jörðinni. – Verur utan úr geimnum hafa tekið fólk sem sefur, farið með það og skilað því svo aftur áður en það vaknar. – Ef mann dreymir naut þá gýs eldfjall. – Ef mann dreymir brennda sviðahausa þámun rigna ösku. – Golli er selur semgetur spáð fyrir umúrslit handboltaleikja. Ef hann velur að borða íslenska síld fyrir leik Íslands og Spánar þá vinnur Ísland en ef hann velur spænska síld þá vinnur Spánn. Ef hann velur hvoruga þá verður jafntefli. – Það er mögulegt að þrettán ára unglingur keyri í svefni frá Húsafelli til Reykjanesbæjar. – Ef maður telur sig verða fyrir ofsóknum af hendi draugs þá er það góð lausn að kæra drauginn til lögreglunnar. – Bölv- un er til. – Loch Ness skrímslið er til og er vatnaskrímsli í vatninu Loch Ness í Skotlandi þó það sjáist mjög sjaldan eða kannski aldrei. – Draugar geta birst á myndum sem fólk tekur þó það hafi ekki séð þá þegar það tók myndirnar. – Það var maður sem dreymdi rithöfundinn Þórberg Þórðarson sem dó 1974 og sagði að Þórbergur vilji núna að gatan sem hann bjó við og heitir Hringbraut fái nafnið Þórbergsstræti. Er það líklegt? – Kraftaverk gerast. – Það er búið að ákveða framtíð alls fólks fyrirfram. – Það er hægt að beygja skeiðar með hugaraflinu einu. – Það er hægt að lesa hugsanir fólks. – Spádómar eru alltaf bull. – Miðlar eru fólk sem getur haft samskipti við þá sem eru dánir. – Það er til köttur í Bandaríkjunum sem heitir Oscar og býr á elliheimili. Hann veit þegar einhver á heimilinu er að fara að deyja. Hann gefur slíkt til kynna með því að skríða upp í rúm til þess sem er dauðvona hverju sinni. – Englar eru til. – Huldufólk er til og það lætur fólk stundum lenda í slysum þegar vega- eða byggingaframkvæmdir eru þar sem það býr. – Tutankhamun var konungur í Egyptalandi sem dó þegar hann var 19 ára og er í grafhýsi. Hann hefur lagt bölvun á þá sem koma í grafhýsið með þeim afleiðingum að þeir deyja vegna bölvunar hans. Sjö fornleifafræðingar sem fundu grafhýsi hans dóu vegna þessarar bölvunar. – Ef mér er mikið í mun að einhver geri eitthvað þá getur mér orðið að ósk minni ef ég hugsa nógu ákveðið til þessarar manneskju. – Þegar draugar birtast þá gerist það nær alltaf þegar dimmt er. Æfingar 61 – 65: Þema: Hvað er trúverðugt eða ótrúverðugt, satt eða ósatt, hverju ertu sammála eða ósammála? Gögn: Eftirfarandi fullyrðingar og spurningar. Markmið: Að mynda sér skoðun, færa rök fyrir skoðun sinni og gera sér grein fyrir þekkingar- fræðilegum erfiðleikum. Aldur: Unglingastig og eldri. Lýsing: Þátttakendur svara eftirfarandi spurningum: Æfing 61: Er hann örugglega að segja satt? Það hefur enginn sýnt fram á að Lárus sé að ljúga. Þess vegna hlýtur hann að vera að segja satt. Satt eða ósatt?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=