68 æfingar í heimspeki

52 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2020 – 40596 veisluna. Kjóllinn góði er úr þekktri tískuvöruverslun en aðeins fimm eintök komu til landsins. Ef þú myndir lenda í svipaðri stöðu og fegurðardrottningin og söngkonan og taka eftir því að á mannamóti er önnur manneskju í alveg nákvæmlega eins fötum og þú, hvað myndir þú gera? 1. Ekkert því mér fyndist það ekkert mál. 2. Ég myndi drífa mig heim og skipta um föt. 3. Ég myndi reyna að vera ekki nálægt þessari manneskju í þeirri von að enginn tæki eftir þessu. 4. Eitthvað annað. Hvað? Æfing 56: Snyrtivörukaupin Aldur: Unglingastig og eldri. Í þessari æfingu er stuðst við frétt um snyrtivörur sem innihéldu kollagen sem unnið var úr húð líflátinna fanga og úr fóstrum. Leiðbeinandi les upp fréttina eða þátttakendur gera það sjálfir. Síðan er efni hennar rökrætt og fylgja með spurningar eða samræðuáætlun sem má byggja á: Fréttir bárust af því um miðjan mánuðinn að kínverskt fyrirtæki framleiddi snyrtivörur sem innihéldu kollagen unnið úr húð líflátinna fanga og úr fóstrum. Í frétt breska dagblaðsins The Guardian var greint frá því að þessar vörur væru framleiddar fyrir Evrópumarkað. Tvö augljós vandamál blasa við, annað þeirra er siðferðileg spurning um réttmæti upprunans, en hins vegar hafa menn áhyggjur af því að kollagen framleitt úr mönnum geti borið með sér vírusa á borð við lifrarbólgu og Creutzfeldt-Jakob sjúkdóminn. Þetta hefur ekki verið sannað en vitað er um alvarleg ofnæmisviðbrögð. (Fréttablaðið, 26.09.2005) Þú ferð í snyrtivöruverslun til þess að kaupa þér snyrtivörur og þar er þér sagt að til séu þessar frábæru snyrtivörur sem innihalda kollagen unnið úr húð líflátinna fanga og úr fóstrum. Hvernig bregstu við? a. Mér líst vel á. b. Mér líst alls ekki vel á en segi ekkert. c. Mér líst mjög illa á og læt afgreiðslufólkið sko heyra það. d. Annað. Hvað? Samræða: Er rangt að framleiða snyrtivörur sem innihalda kollagen sem framleitt er úr húð líflátinna fanga og úr fóstrum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=