68 æfingar í heimspeki

5 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2014 – 40596 3. Samræðan . Huga ber að því hvernig setið er þegar heimspekileg samræða er stunduð. Gott er að þátttakendur sitji þannig að þeir sjái hver framan í annan, t.d. í hring eða í „u“ laga uppröðun. Sumir stjórnendur kjósa að láta þátttakendur sitja við borð á meðan aðrir kjósa að láta þá sitja án borða. Þegar umhugsunartíminn er liðinn má hefja samræðuna með því að leiðbeinandi spyr hvort einhver vilji leyfa hópnum að heyra það sem skrifað var niður í umhugsunartímanum. Hafa ber í huga að markmiðið er ekki að allir lesi upp allt sem skrifað var í umhugsunartímanum heldur fær hópurinn að heyra viðbrögð eins til að byrja með til að hafa eitthvað upphaf að samræðu. Þegar hópurinn hefur hlustað á viðbrögð þess fyrsta sem tjáði sig ætti hin eiginlega heimspekilega samræða að fara af stað. Það getur gerst með því að leiðbeinandi spyr hópinn t.d. eftirfarandi spurninga: a. Er einhver sem er ósammála því sem hann / hún sagði? b. Er einhver sem er sammála því sem hann / hún sagði? c. Hver er þín skoðun? d. Getur þú rökstutt skoðun þína? e. Getur þú komið með dæmi sem styður skoðun þína? f. Er einhver sem vill spyrja þann / þá sem hafa tjáð sig? g. Eru einhverjar aðrar hliðar á málinu sem við höfum ekki rætt og gætu varpað frekara ljósi á málið? 4. Reglur samræðusamfélagsins . Mikilvægt er að setja samræðusamfélaginu reglur. Regl- unum er ætlað að stuðla að ákveðnum gæðum í samræðunum og rannsókninni. Reglurnar geta verið mismargar frá einum hópi til annars allt eftir því hvað leiðbeinandi metur hverju sinni. Nokkrar reglur eru þó mjög mikilvægar: a. Einn talar í einu. Biðja þarf um orðið með handauppréttingu. Nota má „talspýtu“ eða bolta sem gengur á milli þeirra sem tjá sig. Sá sem hefur „talspýtuna“ / boltann hverju sinni hefur orðið, aðrir hlusta á meðan. b. Engar óviðeigandi athugasemdir eru leyfðar. Stundum gerist það að þátttakendur fá niðrandi athugasemdir fyrir skoðanir sínar frá öðrum. Slíkt er alveg bannað. Vert er að benda þátttakendum á að oft kemur í ljós að sú skoðun sem virtist í upphafi vera fárán- leg reynist eftir nánari skoðun og samræðu vera mjög mikilvæg og langt í frá fáránleg. c. Taka eftir því sem aðrir segja. Þetta má leggja áherslu á með því að spyrja einstaka þátt- takendur af og til: „Getur þú endurtekið það sem hann / hún sagði?“ d. Þátttakendurvinnasamansemeinnhópur. Samræðaner samstarfsverkefni þátttakenda en ekki samkeppni þeirra á milli. Þátttakendur hjálpa hver öðrum við að móta hugsanir sínar og skoðanir. Með æfingunum hér á eftir er lagður grundvöllur að heimspekilegum rannsóknum og sam- ræðusamfélögum. Nú er um að gera að spreyta sig á þeim og láta það koma í ljós hvert heim- spekin leiðir. Gangi ykkur vel. Jóhann Björnsson

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=