68 æfingar í heimspeki

3 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2014 – 40596 I nngangur Heimspekingurinn Páll S. Árdal hélt því eitt sinn fram í blaðaviðtali að maður ætti ekki að líta á heimspekina sem sjálfstætt fag heldur fyrst og fremst sem gagnrýnið viðhorf til veruleikans. Það er full ástæða til að hafa þetta sjónarmið Páls í huga þegar rætt er um hvernig skuli efla heimspeki í skólum landsins. Heimspekina má vissulega stunda eða kenna sem sjálfstætt fag en þar sem heimspekin er ekki síður sjónarhorn og aðferð við að nálgast hin ýmsu viðfangs- efni væri það ekki síðra ef hún gæti orðið í ríkari mæli samofin öðrum námsgreinum. Í öllum námsgreinum má spyrja og rökræða heimspekilega og til þess þarf maður ekki að vera með háskólapróf í heimspeki. Að spyrja heimspekilega er eitthvað sem börnum er eiginlegt. Þetta er hæfileiki sem leggja ætti rækt við svo börn fari ekki á mis við dýrmæt tækifæri til að þroska hugsun sína. Það er okkar sem störfum í skólum og komum að uppeldi ungs fólks að sjá til þess að það kynnist heimspekilegri hugsun, hæfileika sem allir búa yfir. Heimspeki má stunda á ýmsa vegu og heimspekikennsla fer fram með ýmsum hætti. Í þessu kennsluefni eru teknar saman alls 68 æfingar í heimspeki. Með því að gera æfingar þjálfum við ákveðna færniþætti sem gagnast víða en geta einnig verið okkur til ánægju að takast á við. Æfingarnar setja okkur ákveðinni ramma sem á að auðvelda þeim sem ekki hafa þjálfun í ástundun heimspeki til að koma sér af stað. Til þess að stunda heimspeki þurfum við fyrst og fremst að hafa áhuga á að hugsa, spyrja, velta upp ýmsummöguleikum fordómalaust, mynda okkur skoðanir og rökræða við aðra af þolinmæði og á jafnréttisgrundvelli. Æfingunum er skipt niður í alls níu efnisflokka, A til J, sem hver um sig leggur áherslu á ákveðinn færniþátt, þó vissulega sé heilmikil skörun á milli flokkanna. Ekki er nauðsynlegt að leggja æfingarnar fyrir í ákveðinni röð, það er undir þeim sem stýrir heimspekistundinni hverju sinni komið að velja æfingar. Við hverja æfingu er tilgreint hvaða gögn þarf að nota, hvert markmið hennar er og hvaða aldursbili hún hæfir. A. Heimspekileikir . Heimspekileikjum eða upphitunaræfingum er ætlað að brjóta ísinn, koma þátttakendum af stað heimspekilega með því að hvetja þá til þess að hlusta, spyrja, draga ályktanir og vinna með öðrum. Allt eru þetta mikilvægir eiginleikar góðs heimspekings. B. Skerpt á skynfærunum . Að taka eftir því sem birtist. Skynjunin leikur lykilhlutverk í heim- spekinni. Til þess að rannsaka og taka afstöðu til veruleikans þarf maður fyrst að hafa tekið eftir honum. Í þessum hluta eru kynntar nokkrar æfingar þar sem unnið er með skynfærin. C. Að spyrja . Spurningar eru eitt helsta tækið sem notað er í heimspekilegum rannsóknum. Gríski heimspekingurinn Sókrates er þekktur fyrir að hafa fengið viðmælendur sína til þess að öðlast skilning á hinum ýmsu málummeð því að spyrja þá og láta þá glíma við spurning- arnar. Spurningar hjálpa okkur til að gera okkur grein fyrir veruleikanum og skilja það sem fengist er við hverju sinni. D. Fullyrðingar . Fólk fullyrðir um margt og tjáir með fullyrðingum skoðanir sínar. Með því að fást við fullyrðingar heimspekilega tökum við afstöðu til þeirra, skoðum hversu góðar þær eru og samþykkjum þær eða andmælum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=