Rumur í Rauðhamri

Til kennara og foreldra! Bæði foreldrar og kennarar vita hversu stórt bil getur verið milli áhugasviðs og þroska 6–9 ára nemanda og textans sem hann er fær um að lesa. Smábókaflokkur Menntamálastofnunar er tilraun til að brúa þetta bil. Reynt er að höfða til ólíkra áhugasviða barnanna með texta sem er innihaldsríkur þrátt fyrir einfalda framsetningu. Bækurnar eru ríkulega myndskreyttar og áhersla lögð á að þær höfði bæði til tilfinninga og rökhugsunar og ekki síst til kímnigáfu lesenda. Smábókaflokknum fylgja ekki vinnubækur en á vefsíðu Menntamálastofnunar er að finna kennsluhugmyndir eftir Ragnheiði Gestsdóttur. Þar eru sett fram dæmi um verkefni sem henta fyrir einstaklingsvinnu og hópvinnu, málfræði, ritun, mynd- vinnslu og munnlega tjáningu og hægt er að laga að öllum bókunum. Umræður heima og í skólanum Ferðalög: Um hvaða land er Dagur að ferðast? Hafið þið ferðast um landið? Munið þið nöfn á einhverjum stöðum sem þið hafið heimsótt? Á Íslandskorti er hægt að finna staðina og merkja við þá. Útilega: Hvað þurfum við að hafa meðferðis í útilegu? Sameiginlegur listi er skráður á töflu eða spjald. Hvernig eigum við að haga okkur á tjaldstæði? Ræða um tillitsemi við náttúruna og aðra tjaldgesti. Tröllin í fjöllunum: Hafið þið heyrt sögur af tröllum? Hvernig væru tröllin ef þau væru til í raun og veru? Haldið þið að þau hafi verið til? Er Rumur góður eða vondur? Hvað um Gnípu og Gjá? Umferðaröryggi: Um hvað þarf bílstjórinn að hugsa á ferðalögum? Til hvers eru umferðarmerkin? Af hverju eru bílbelti, bílstólar og barnasæti nauðsynleg? Hvers vegna geta ólæti í bílum verið hættuleg? Hvernig má hafa ofan af fyrir sér á löngum bílferðum? Að búa til bók – myndvinnsla Hvað þarf að hafa meðferðis í útilegu? Með einföldu pappírsbroti má búa til tjald og líma á spjald sem skreytt er með teiknuðum eða útklipptum landslagsmyndum. Börnin teikna síðan nauðsynlegan búnað til útilegu og/eða skrifa heiti á hlutunum. Í bók má setja kort sem s‡nir staði sem barnið hefur heimsótt eða langar til að heimsækja. Í stað þess að börnin vinni hvert fyrir sig og búi til bók má líka vinna hópverkefni, búa til tjaldstæði á stórt spjald, merkja inn á stórt Íslandskort o.s.frv.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=