Ritrún 3

1 Kæri nemandi! Í þessari bók lærir þú meðal annars • um stafrófið og að raða orðum í stafrófsröð • um sérhljóða og samhljóða • um nafnorð, bæði sérnöfn og samnöfn. Þú kynnist eintölu og fleirtölu orða, kyni nafnorða og nokkrum stafsetningarreglum svo sem • um stóran og lítinn staf • ng - og nk - reglunni • um tvöfaldan samhljóða Í bókinni eru verkefni þar sem þú átt að semja sögur og svo eru nokkrar þrautir og lestrarspil til að spreyta sig á. Mundu að krossa við á matsblaðinu. Í bókinni eru tákn sem þú þarft að vita hvað merkja. Fyrimælin eru í reitnum með stækkunarglerinu. Mundu að lesa þau vel. Í skýinu finnur þú orð sem þú notar til að leysa verkefnið. Uglan segir þér ýmislegt sem gott er að leggja á minnið. Bókin merkir að þú átt að skrifa í stílabók. Tölvan minnir á skemmtilega og fróðlega vefi sem þú getur skoðað. Krakkasvefir eru á mms.is Skemmtu þér vel og æfðu þig um leið í að skrifa orðin rétt. ◆ ◆ ◆ ◆ • um n eða nn í enda orðs • um punkt og kommu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=