RISAstórar smáSÖGUR 2023

52 Afi gítarsmiður Einar Þór Sævarsson, 10 ára Ég man svo vel eftir deginum sem ég fékk fyrst að kíkja inn í bílskúr hjá afa gítarsmið. Afi minn er ekkert venjulegur afi, hann er ungur og hress og alltaf tilbúinn að búa til góðar stundir með mér og aðstoða mig. Afi var alinn upp á eyju í Breiðafirðinum, hann var eina barnið á eyjunni og þurfti því að vera duglegur að finna sér eitthvað að gera. Hann vann húsverk með mömmu sinni og sinnti dýrunum á bænum. Afi var aðeins 10 ára gamall þegar hann fann fjársjóð undir stiganum á bænum. Þetta var frekar stór kistill sem hann tók með sér upp í herbergið sitt. Í kistlinum fann hann tvo gítara og ýmis verkfæri. Afi prófaði að glamra aðeins á annan gítarinn og fannst hljómurinn mjög fallegur. Hann var greini- lega með gott tóneyra því fljótlega var hann farinn að spila lög. VERKFÆRIN SEM BREYTTU ÖLLU Afi sagði mér frá deginum sem hann fékk þá frábæru hugmynd að smíða sinn eigin gítar. Hann hafði safnað rekavið úr fjörunni og var búinn að vera að þurrka viðinn í fjósinu. Það voru allir mjög pirraðir á öllum þessum rekaviði. Afi sagði mér að hann hefði prófað að saga út fallegt form sem líktist gítörunum hans. Svo hafi hann sótt verkfærin úr gamla kistlinum og að þau hafi einmitt verið til þess að smíða hljóðfæri. Eftir mikla

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=