RISAstórar smáSÖGUR 2023

47 Hér er svo rólegt. Engin umferð eða hávaði. „Hvur liggur þarna? Hvað ert þú að gera hér? Ertu drengurinn af næsta bæ?“ Ég hrekk upp. Ég hafði sofnað eftir nestið. Ég sé mömmu, pabba og Hildigunni hvergi. Það eina sem ég sé er maður með hrífu. Hann er með dökkar augabrúnir. Ég kannast við hann. „Heyrirðu ekki í mér, drengur? Ertu sofandi á vinnutíma? Hér er nóg að gera. Sendi Einar þig?“ Maðurinn heldur greinilega að ég sé vinnumaður og ég er of hissa til að mótmæla. Hver er þetta? Ég kannast svo við hann. Ég elti hann og hann réttir mér hrífu. Hann vill að ég snúi heyi því hann er einn og hefur kallað eftir aðstoð frá næsta bæ til að klára vinnuna. Sem betur fer kann ég að nota hrífu og byrja bara að vinna. „Þórður minn! Ég er komin með kaffi og brauð handa þér.“ segir kona sem kemur labbandi. Þá átta ég mig á því hvaða fólk þetta er. Þórður er langafi minn. Afi mömmu og þarna er langamma mín, hún langamma Inga. Ég er staddur í LitlaFjarðarhorni þegar þau voru bændur þar. En þarna er ekki fjárhúsið sem ég sá áður en ég sofnaði. Þarna er bara lítill torfbær. Þá man ég eftir sögu sem mamma sagði mér. Amma mín fæddist í torfbæ og bjó þar fyrstu mánuðina en svo brann bærinn. Allir sluppu lifandi vegna þess að amma mín grét svo hátt og vakti alla þegar eldurinn hafði kviknað. Ég sé núna að langamma mín, er ólétt. Hún er með stóran maga og mun eignast barn bráðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=