RISAstórar smáSÖGUR 2023

46 87 ár aftur í tímann Gunnar Draupnir Bendikz, 12 ára Ég heiti Draupnir og ég er 11 ára. Alveg að verða 12. Mér finnst gaman að ferðast með mömmu, pabba og Hildigunni systur minni. Mamma vildi ferðast um Strandasýslu því mamma hennar er fædd þar. Það er hún amma mín, hún amma Inga. Við ætlum ekki með flugvél heldur keyra á bílnum okkar. Fara um Kollafjörð og sjá hvar amma Inga fæddist. Ég hef komið þangað áður en þá var ég svo lítill að ég man ekkert eftir því. Amma býr núna í Sóltúni. Við stoppum í Kollafirði þar sem amma Inga fæddist og bjó með foreldrum sínum og systkinum. „Jæja, væri ekki gott að setjast hér niður og fá okkur nesti?“ segir mamma og horfir upp að túni. „Hérna var LitlaFjarðarhorn, bærinn hans afa míns og ömmu. Og hér fæddist amma þín og bjó með langafa og langömmu og systkinum sínum.“ Við löbbum um svæðið. Þarna er enginn bær lengur. Ekkert sem minnir á sveitarbæ langafa míns og langömmu, nema veggir af húsi sem hefur hrunið. Mamma segir að það hafi verið fjárhús. Eftir að hafa skoðað okkur um, setjumst við niður og fáum okkur að borða. Ég er mjög svangur og borða mikið. Eftir nestið leggst ég niður í grasið og horfi upp í himininn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=