RISAstórar smáSÖGUR 2023

41 – Hann er bara í heimsókn hérna af því að hundar eru bannaðir í þessu húsi. – Er hann góður hundur? – Já, hann er það. Hann er svona hundur sem leitar að týndu fólki uppi á fjöllum og þannig. – Vá, það er sko góður hundur. Má klappa honum? – Auðvitað! Soffía klappar hundinum á kollinn og hundurinn dillar rófunni eins og það sé takki á hausnum á honum sem setur skottið af stað. Soffíu finnst það skemmtilegt og klappar aftur á kollinn. Skottið fer af stað aftur, Soffía hlær, hahaha! Svo fara maðurinn og hundurinn út úr lyftunni. Bless, segir maðurinn en hundurinn segir ekki neitt. Nú fer lyftan af stað aftur og þegar dyrnar opnast kemur gamli karlinn með stafinn inn, sem Soffía sá áðan. – Má ég setjast hjá þér smástund? spyr hann. – Já, gjörðu svo vel. – Mér er svo illt í fótunum og svo er ég svo leiður líka, segir karlinn. Ég heiti Haraldur, sæl og blessuð, bætir hann við. – Ég heiti Soffía. Af hverju ertu leiður? – Æi, mér leiðist svo af því að ég bý einn. – Mér leiðist líka dálítið en ég á samt bæði mömmu og pabba. Þau eru mjög upptekin af því við vorum að flytja. Núna er ég að prófa að eiga heima í lyftunni. Það er svolítið skemmtilegt af því ég hitti svo marga hérna, segir Soffía. – Mikið ertu skemmtileg stelpa. Viltu lakkrís?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=