RISAstórar smáSÖGUR 2023

32 Ég var hræddur um að þeir myndu sjá mig en ég er svo lítill að þeir gátu ekki séð mig. Þá sá ég mann með kórónu og risabumbu: Þessi maður hlýtur að vera konungurinn, hann lítur út eins og hann elski að borða, vonandi borðar hann líka baunir. Ég safnaði kjarki og spurði hann: „Ég heiti Bubbi og er baun, viljið þér borða mig?“ „Hmmmm … Fyrst þarft þú að sanna að þú sért alvöru baun,“ svaraði konungurinn með djúpri röddu. „Hvernig geri ég það?“ spurði ég, frekar ruglaður á svip. „Það er nú ósköp einfalt“ sagði hann. „Við erum með prinsessu í heimsókn. Við látum þig undir dýnuna hennar á meðan hún sefur. Ef hún verður með bakverki morguninn eftir, þá vitum við að þú ert baun.“ Það sem konungurinn sagði varð að veruleika. Um kvöldið lá ég undir dýnum í þúsunda tali (núna var ég kannski að ýkja smá) og með eina rosa þunga prinsessu ofan á. Það var mjög þröngt undir dýnunni. Mér leið eins og það væru þúsund kíló liggjandi ofan á mér; en stundum verður maður að fórna einhverju til þess að láta drauma sína rætast. Allan næsta dag var prinsessan nöldrandi yfir því að hún væri með bakverki, sem þýddi að ég væri í alvörunni baun! Fyrir tilviljun var brúðkaup prinsessunnar þann dag og ég mátti vera með í hátíðarmálsverðinum. Í forrétt var baunasúpa. Og engin önnur en prinsessan át mig og draumur minn varð að veruleika!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=