RISAstórar smáSÖGUR 2023

31 Baunin undir prinsessunni Tobias Auffenberg, 12 ára Hæ, ég heiti Bubbi og er baun. Eins og hjá hverri baun er minn innsti draumur að verða borðaður í rosa fínni matarveislu. Þessi saga byrjar þegar ég var í leit að einmitt svona matarveislu. Ég hugsaði með mér að konungsfjölskyldur héldu örugglega fullt af fínum matarveislum. Þess vegna ákvað ég að leita að konungshöll. Á leiðinni hitti ég úlf, ég varð mjög hræddur. „Vinsamlegast ekki éta mig,“ sagði ég með titrandi röddu við úlfinn. „Ég? Éta þig?“ svaraði hann grimmúðlegur og þóttist ekki skilja baun. „Ég er ekki grænmetisæta,“ bætti hann síðan við. Ég andaði léttar. „En ég er samt svangur, hefur þú séð stelpu með rauða hettu?“ spurði úlfurinn. „Ég þekki stelpuna en veit ekki hvar hún er. Þarna býr amma hennar, þú getur kannski spurt hana,“ svaraði ég og bætti síðan við: „En veist þú hvar er næsta konungshöll?“ „Já, þú þarft að fara yfir brúna og til hægri, þá sérð þú höllina. En passaðu þig, konungurinn er mjög tortrygginn!“ Ég lagði af stað í átt að höllinni. Þegar ég var kominn nær sá ég hvað höllin var stór, dyrnar voru læstar en ég náði að laumast inn í gegnum skráargatið. Inni í höllinni voru alls staðar verðir. Smásaga ársins í flokki 2023 10 til 12 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=