RISAstórar smáSÖGUR 2023

26 Stuttu síðar setjast þær upp í sófa og lesa um Sherlock Holmes. „Ég nenni ekki lengur að lesa,“ segir Klara eftir nokkrar mínútur, lokar bókinni og fer að skila henni í hilluna. En þegar hún setur bókina í hilluna tekur hún eftir rauðum takka á hillunni. Hún setur höndina varlega á takkann og ýtir. Þá fara hillurnar að hreyfast og bak við þær liggja dimm göng. „Wiktoria, komdu og sjáðu,“ segir Klara án þess að hætta að horfa á göngin. „Vá!“ svarar Wiktoria með undrun í röddinni, svo gengur hún inn í göngin. „Bíddu!“ kallar Klara á eftir vinkonu sinni og hleypur á eftir henni. Þær ganga í smá stund og skyndilega standa þær inni á rannsóknarstofu og beint fyrir framan þær stendur doktor Watson. „Góðan dag, stúlkur,“ segir djúp rödd fyrir aftan stelpurnar á ensku. Þær snúa sér við og þar stendur Sherlock sjálfur og fyrir aftan hann stendur stelpa á aldrinum 18–24. „Watson, varst það þú sem bauðst þeim inn?“ spyr Sherlock. „Nei, en mér sýnist þær geta hjálpað okkur,“ svarar Watson. Sherlock snýr sér að stelpunum og spyr: „Hvað heitið þið, stúlkur?“ „Ég heiti Klara og þetta er Wiktoria.“ „Flott, skiptið um föt, svo skal ég útskýra.“ Þegar stelpurnar eru komnar í föt frá því í gamla daga útskýrir Sherlock og konan, sem heitir Tea Wilson, hvernig þau höfðu verið að rannsaka morð á Bill Rackhel og þau hefðu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=