RISAstórar smáSÖGUR 2023

25 Hefndin Ingibjörg Mathilda Arnórsdóttir, 9 ára „Hvað eigum við að gera?“ spyr Klara. „Ég veit það ekki,“ svarar Wiktoria. Stelpurnar tvær sitja á hótelherberginu sínu og horfa á YouTube. Þær eru í sumarfríi í London og einar vegna þess að foreldrar Wiktoriu fóru í bíó. „Eigum við kannski að koma á bókasafnið á fjórðu hæð?“ spyr Wiktoria. „Já, já,“ svarar Klara. Þær klæða sig í vesti og fara út á gang. „Bíddu,“ segir Klara, „ég þarf að læsa.“ Þegar Klara er komin út hlaupa þær að lyftunni. Klara er á undan og hoppar inn. Wiktoria ýtir á takkann og lyftan fer að hreyfast upp. Þegar þær eru komnar á fjórðu hæð opnast dyrnar og þar taka á móti þeim RISASTÓRIR veggir fullir af bókum af öllum stærðum og gerðum. Klara labbar að borði og spyr á ensku: „Do you have any books about animals?“ „Yes, they should be on shelf 462, letters ANI, good luck!“ svarar konan við borðið. „Æ, Klara, þú kannt allt um dýr, lesum eitthvað annað.“ „Do you have any mystery books?“ spyr Wiktoria. „Shelf 278, letters MY.“ „Sko,“ segir Wiktoria og fer að leita.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=