Ready for Action kennsluleiðbeiningar

Ready for Action – kennsluleiðbeiningar – 9057 – Menntamálastofnun 2018 – Fun and Entertainment 1 Fun and Entertainment Nemendabók bls. 22–44 Markmið kaflans er að nemendur: • Auki orðaforða sinn tengdan skemmtun. • Auki orðaforða sinn tengdan tónlist og hljóðfærum. • Þekki sögu Halloween/hrekkjavöku og hefðir, sem og orðaforða tengdan hátíðinni. • Auki þekkingu sína og orðaforða um tölvur. • Auki þekkingu sína á London og ferðamannastöðum í borginni. • Þjálfist í sköpun og læsi. • Fái innsýn í mismunandi tegundir skemmtunar og efli orðaforðann um skemmtun og afþreyingu þar sem slíkur orðaforði getur nýst vel t.d á ferðalögum. Kaflinn Fun and Entertainment fjallar um hluti sem fólk gerir sér til skemmtunar. Orðaforðinn sem tengist efninu nýtist alla jafna vel í almennum umræðum og í tengslum við ferðalög. Efni kaflans býður upp á marga möguleika og ekki ólíklegt að einhverjir kaflar höfði sérlega vel til einstakra nemenda. Ef efnið vekur athygli er alltaf tilvalið að dýpka það frekar. Semdæmi má nefna að stuttlega er talað um fótboltamenninguna í Bretlandi en úr þeim texta mætti útbúa stórt og skemmtilegt verkefni. Textinn um sögu tölvuleikja, sem stiklar á stóru í þeirri menningu, gæti orðið að stóru verkefni, svo dæmi sé tekið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=