Ready for Action kennsluleiðbeiningar

Ready for Action – kennsluleiðbeiningar – 9057 – Menntamálastofnun 2018 – Animals 5 Keiko Nemendabók bls. 16 Sagan af Keiko tengist Íslandi en einnig dýrum í kvikmyndum. Umræður um líf Keikos gefa líka mikilvægt tækifæri til að ræða álitamál varðandi dýr. Velferð dýra, réttindi þeirra og hlutverk mannsins í lífi dýra gefur tækifæri til mikilla umræðna. Þessi texti tengist grunnþættinum sjálfbærni úr Aðalnámskrá grunnskólanna 2011 beint og gefur nemendum tækifæri til að ræða þessi umdeildu mál. Hugmyndir: Mikið er til af efni um Keiko og kvikmyndirnar hans. Tilvalið er að leyfa nemendum sjálfum að fletta því upp og afla sér frekari upplýsinga. Eins má finna heimildamyndir á vefnum sem hægt væri að horfa á með nemendum ef kennari treystir þeim til þess. Stafarugl með orðaforða úr kaflanum um Keiko er í kafla með verkefnablöðum, ásamt lausn á stafaruglinu. The zoo Nemendabók bls. 17 Hlustunarefni: Sjá kafla um hlustunarefni. Coco: The Stolen Parrot Nemendabók bls. 18 Þraut sem lesa þarf yfir með nemendum til að koma öllum af stað. Nemendum er svo annað hvort skipt í hópa eða hver og einn vinnur sjálfstætt. Prenta þarf út viðeigandi verkefnablað til að fylla inn upplýsingarnar. Loks fá nemendur vísbendingarnar í tvennu lagi. Þegar búið er að leysa fyrri þrautina fá nemendur seinni vísbendingarnar. Þannig má tryggja að fyrri hluti þrautarinnar sé rétt leystur. Verkefnablað, svör og vísbendingar eru í verkefnablaðakafla. Train your brain Nemendabók bls. 18. Þessar spurningar má nýta á ýmsa vegu. Einfalt er að láta nemendur svara þeim skriflega, öllum eða hluta af þeim. Þær má líka nota sem umræðugrundvöll, annaðhvort fyrir nokkra nemendur saman eða allan bekkinn. Önnur leið er að gera þessa punkta að ritunarverkefnum, velja eitthvað úr þeim. Loks mætti nýta spurningarnar sem heimanám þar sem nemendur velta þeim fyrir sér með foreldrum sínum og koma með svörin aftur í skólann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=