Ready for Action kennsluleiðbeiningar

Ready for Action – kennsluleiðbeiningar – 9057 – Menntamálastofnun 2018 – Space 1 Space Nemendabók bls. 48–61 Markmið kaflans er að nemendur: • Auki orðaforða sem tengist geimnum. • Læri um pláneturnar. • Þjálfist í umræðu um lýðræðisleg efni og læsi. • Þjálfist í skapandi vinnu. • Þjálfist í lestri mismunandi tegunda af textum. • Þjálfist í ritun. Kaflinn Space fjallar um geiminn eins og nafnið gefur til kynna og er að hluta til fræðandi og ætti að passa ágætlega við það sem nemendur kynna sér í náttúrufræðum um geiminn. Einnig fjallar stór hluti kaflans um geimverur og aðrar vangaveltur um geiminn og þar geta nemendur leyft ímyndunaraflinu að ráða för. Eins og áður má stækka mörg verkefnin og gefa þeim mun meira svigrúm en gert er ráð fyrir í kennsluleiðbeiningum. Margir textarnir gefa kost á skipulögðum umræðum um málefni líðandi stundar og aðrir bjóða upp á mikla skapandi vinnu. I want to be an astronaut Nemendabók bls. 49–50 Hér er saga sem hægt er að lesa saman sem bekkur, eða að nemendur lesa sjálfir. Tilvalið að ræða saman um söguna á eftir. Að ræða það sem lesið var um hjálpar nemendum að muna og skilja betur. Einnig langar marga til að koma skoðunum sínum á framfæri og þá erum við komin með tilvalið tækifæri til að tala saman á ensku. Nemendur vinna verkefni þar sem þeir skrifa það sem þeir vita, vija vita og læra í KWL-töflu sem er að finna í verkefnablöðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=