63 10.13 Nokkur góð ráð um gönguleiðir barna í skólann • Foreldrar bera fyrst og fremst ábyrgð á öryggi barna og það er því á ábyrgð þeirra að barnið komist á öruggan hátt í skólann. Mikilvægt er að hafa gott samstarf um þetta milli heimilis og skóla. • Mikilvægt er að foreldrar finni öruggustu leiðina fyrir barnið að ganga í skólann. Það er ekki alltaf stysta leiðin. Öruggasta leiðin er þar sem barnið þarf ekki að fara yfir margar umferðargötur. • Mikilvægt er að barnið noti endurskin. Best er að endurskin sé á fatnaði barna. Til að barnið sé sýnilegt þarf staðsetning endurskins að vera neðst á fatnaði þess og helst allan hringinn. Endurskinsmerki sem eru örugg og uppfylla kröfur um endurskin eru samkvæmt staðli EN 13356 en sá staðall gerir ráð fyrir að barnið sjáist af ökumanni úr 140 metra fjarlægð. • Yngstu börn grunnskóla hafa ekki þroska og getu til að sjá fyrir hætturnar í þeirra nánasta umhverfi það er því mikilvægt að foreldrar fylgi yngstu börnunum í skólann og sæki þau á meðan þau eru að læra öruggu leiðina í skólann og þær hættur sem kunna að vera á leiðinni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=