Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

Handbók um velferð og öryggi barna í grunnskólum

Handbók um velferð og öryggi barna í grunnskólum ISBN 978-9935-436-46-7  2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið 1. útgáfa ágúst 2014 Uppfærð ágúst 2015 Uppfærð mars 2018 Uppfærð janúar 2020 Uppfærð maí 2021 Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið Umsjón: Menntamálastofnun

3 Efnisyfirlit Efnisyfirlit 3 Kynning á handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum 6 1 Lög, reglugerðir, námskrár og fleira sem gildir um grunnskóla 7 2 Velferð barna og ungmenna 8 2.1 Sýn skólans á velferð 8 2.2 Forvarnir 11 2.3 Réttur barna 11 2.4 Tilkynningaskylda til barnaverndarnefnda 12 2.5 Skólabragur 12 2.6 Starf skóla gegn ofbeldi 13 Leikskólinn 13 Grunnskólinn 13 3 Netöryggi 15 4 Slysavarnir og líkamlegt öryggi 16 4.1 Forvarnir og fræðsla 16 Fræðsla starfsmanna um öryggismál 16 4.2 Öryggisferlar og viðbragðsáætlanir 17 Hlutverk og ábyrgð 17 Reglubundnar æfingar á öryggisferlum 17 Tegundir viðbragðsáætlana 18 Grunnupplýsingar um nemanda vegna slysa og bráðaveikinda 18 Nauðsynlegar upplýsingar um barn vegna slysa og bráðaveikinda 18 4.3 Sjúkrakassi 19 Notkunarreglur sjúkrakassa 19 Listi yfir innihald sjúkrakassa 19 4.4 Öryggisatriði í upphafi skólagöngu í nýjum skóla 20 4.5. Viðmið um heilsutengdar forvarnakynningar og fræðslu í skólum 20 5 Öryggi í námsumhverfi 23 5.1 Fyrirbyggjandi aðgerðir 23 Starfsmenn 23 Skólastofur 23 Hljóðvist 23 Rödd og raddvernd 24 Matmálstímar 24 Húsgögn 24 Hurðir, hurðapumpur og klemmuvarnir 24 Opnanleg fög 25 Gluggakistur 25 Gardínubönd 25 Miðstöðvarofnar, rafmagnsofnar, blöndunartæki og heitt vatn 25 Stigar og tröppur 25 Salerni 25 Eldhús 26 Eiturefni og eitraðar plöntur 26 Rafmagnsöryggi 26 Kerti og eldfim efni 26 5.2 Námsgögn og leikföng 26 CE merkingar 26 5.3 Íþróttahús 27 Ábyrgð íþróttakennara 27 5.4 Sund 27 Ábyrgð skólastjóra og sundkennara 27 5.5 Námsumhverfi úti 27

4 Starfsmenn 28 Lýsing 28 Ljósastaurar, girðingar og hlið úr járni 28 Ruslaskýli, tunnur og gámar 28 Hjólastandar 28 Umferð og bílastæði við skólalóð 29 Göngu- og hjólaleiðir barna í skólann 29 Akstur með aðföng og önnur umferð á skólalóðinni 29 Göngustígar og gangstéttar 29 Tröppur, rampar og handrið 29 Hálka 30 Leikvallatæki 30 6 Eftirlit 31 6.1 Innra eftirlit 31 Eftirlit starfsmanna 31 7 Öryggi í skólaferðalögum 33 7.1 Strætisvagna- og rútuferðir 33 7.2 Bátsferðir 33 7.3 Akstur með börn í bílum starfsmanna 34 8 Slys 35 8.1 Að hefja skyndihjálp og sinna barni þar til sjúkrabíll kemur 35 Að koma ró á svæðið - Hinn slasaði gengur alltaf fyrir 35 8.2 Fyrstur á slysstað 35 8.3 Fjögur skref skyndihjálpar 36 8.4 Greiningarstig áverka 36 8.5 Hringt á sjúkrabíl og sjúkrakassi sóttur 36 8.6 Hvernig á að hringja í Neyðarlínuna - 112 36 8.7 Viðbrögð gagnvart vitnum og öðrum börnum á slysstað 37 8.8 Tilkynning til foreldra um slys á barni 37 Slys sem ekki eru talin lífshættuleg 37 Lífshættulegt ástand 38 8.9 Eftir slys 38 Skráning slysa í skólum 38 Hvenær á að skrá slys í skóla? 38 Að hverju þarf að gæta þegar skráð er? 38 Undirritun foreldra á slysaskráningarblaðið og afrit af því 39 Hvað er gert við slysaskráningarblöðin? 39 8.10 Lögregluskýrsla 39 Slys á börnum sem gera skal lögregluskýrslu um 39 8.11 Endurskoðun öryggismála eftir slys 40 Viðtal við foreldra eftir alvarlegt slys 40 Skólaráð og foreldrafélag 41 8.12 Tilkynning á slysi - Hvert ber að tilkynna? 41 Tilkynning til rekstraraðila 41 Heilbrigðiseftirlit 41 Tilkynningar til tryggingafélaga 41 9 Almannavarnir og viðbrögð við eldvörnum og náttúruvá 42 9.1 Rýming 42 9.2 Eldvarnir 43 9.3 Náttúruvá 43 Loftgæði og svifryk 43 Eldingar 43 Fárviðri 43 Jökulhlaup 44 Flóðbylgjur 44 10 Áhugavert lesefni og viðaukar 45

5 10.1 Áhugavert lesefni 45 10.2 Viðaukar 45 10.3 Tillaga að gátlista fyrir umsjónarkennara vegna eineltismáls 46 10.4 Tillaga að viðbrögðum og vinnuferli starfsfólks grunnskóla við samskiptavanda og einelti 48 10.5 Tillaga að skráningarblaði vegna eineltis 49 10.6 Tillaga að skráningu á úrvinnslu eineltismála 50 10.7 Tillaga að spurningalistum um viðhorf, líðan og aðstæður nemenda 51 Kennarar 51 Allir starfsmenn 52 Foreldrar 53 Nemendur – Aðstæður í skólanum 54 Nemendur - Samskipti 55 Nemendur – Ábyrgð 56 Nemendur - Nám og námsaðstoð 57 10.8 Tillaga að verklagsreglum sveitarfélaga um tilkynningu til foreldra vegna alvarlegra eða lífshættulegra slysa á börnum 58 10.9 Tillaga að eyðublaði vegna grunnupplýsinga um nemanda vegna slysa og bráðaveikinda 59 10.10 Tillaga að skipulagi við undirbúning ferða á vegum skóla 60 10.11 Tillaga að verklagi við strætisvagnaferðir 61 10.12 Tillaga að slysaskráningablaði fyrir skóla 62 10.13 Nokkur góð ráð um gönguleiðir barna í skólann 63 10.14 Tillaga að gátlista um forvarnir gegn ofbeldi, einelti og kynferðislegu áreiti 64 10.15 Viðbragðsáætlun – Viðbrögð við ógnunum, náttúruvá, smitsjúkdómum, efnaslysum og fl. 65 10.16 Viðbragðsleiðbeiningar fyrir skólastofnanir – Leiðbeiningar um viðbrögð í neyðartilvikum. 65

6 Kynning á handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum Handbókin er unnin í samvinnu mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga með hliðsjón af reglugerð um gerð og búnað grunnskólahúsnæðis og skólalóða nr. 657/2009. Í reglugerðinni segir að sveitarstjórn skuli útbúa handbók fyrir starfsfólk grunnskóla með leiðbeinandi reglum um öryggi barna og slysavarnir í grunnskólum. Leiðbeiningar þessar skulu grundvallaðar á gildandi lögum og reglugerðum um öryggis-, skipulags- og byggingarmál og samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir grunnskóla, sbr. lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum. Leiðbeiningar þessar skulu staðfestar af sveitarstjórn sem jafnframt skal sjá um að þær séu aðgengilegar almenningi á heimasíðu skólans eða sveitarfélagsins eða með öðrum hætti og kynntar í skólasamfélaginu. Sambandi íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneyti ber að móta leiðbeiningar um gerð slíkrar handbókar. Handbókin er mun ítarlegri en reglugerðin segir til um og er það gert til að auðvelda sveitarstjórnum að uppfylla ákvæði reglugerðarinnar. Handbókin er ætluð sveitarstjórnum, rekstraraðilum, skólastjórnendum, kennurum og öðrum sem starfa í grunnskólum til stuðnings við gerð öryggishandbókar, öryggisáætlana og viðbragðsáætlana fyrir grunnskóla. Handbókina má nýta í heild sinni eða nýta þá þætti sem henta hverju sinni. Mikilvægt er að í öryggishandbók fyrir starfsfólk grunnskóla sé tæpt á öllum þeim þáttum sem koma fram í handbók þessari. Handbókin tekur ekki til sértækra öryggismála vegna barna með bráðaofnæmi, líkamlega eða andlega sjúkdóma, eða fötlun þar sem fyrir hvert slíkt barn gæti þurft að gera sértækar ráðstafanir. Handbókin er fyrst og fremst ætluð sem uppflettirit til að auðvelda notendum að fylgja eftir þeim lögum og reglugerðum sem gilda um grunnskólann og umhverfi hans. Uppsetningu handbókarinnar er ætlað að auðvelda notendum að finna upplýsingar um hina mismunandi þætti öryggismála. Markmiðið með handbókinni er að setja fram á aðgengilegan hátt upplýsingar um öll öryggisatriði sem huga þarf að í daglegum rekstri og starfi grunnskóla. Handbókinni er skipt í 10 meginkafla en hverjum meginkafla síðan skipt í undirkafla til að auðvelda leit að sértækum þáttum. Meginkaflar handbókarinnar eru: • Lög, reglugerðir og námskrár sem gilda um grunnskóla • Velferð barna og ungmenna • Netöryggi • Slysavarnir og líkamlegt öryggi • Öryggi í námsumhverfi • Eftirlit • Öryggi í ferðum á vegum grunnskóla • Slys • Almannavarnir og viðbrögð við eldvörnum og náttúruvá • Áhugavert lesefni og viðaukar • Handbókinni er ætlað að vera rammi um sameiginlega vinnu allra í skólasamfélaginu að velferð nemenda og byggir á efni sem Herdís Storgaard og Þorlákur Helgason unnu fyrir mennta- og menningarmálaráðuneyti. Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur falið Menntamálastofnun umsjón, vistun og uppfærslu handbókanna fyrir leikskóla og grunnskóla.

7 1 Lög, reglugerðir, námskrár og fleira sem gildir um grunnskóla • Aðalnámskrá grunnskóla • Barnalög, nr.76/2003 • Barnaverndarlög, nr. 80/2002 • Byggingarreglugerð, nr. 112/2012 • Lög um almannavarnir, nr. 82/2008 • Lög um grunnskóla, nr.91/2008 • Lög um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (Barnasáttmálinn), nr. 19/2013 • Lög um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, nr. 134/1995 • Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum, nr. 1040/2011 • Reglugerð um hollustuhætti, nr. 941/2002 • Reglugerð um mat og eftirlit í grunnskólum og upplýsingaskyldu sveitarstjórna um skólahald, nr. 658/2009 • Reglugerð um meðhöndlun úrgangs, nr. 737/2003. • Reglugerð um notkun öryggis- og verndarbúnaðar í ökutækjum, nr. 348/2007 • Reglugerð um gerð og búnað grunnskólahúsnæðis og skólalóða, nr. 657/2009 • Reglugerð um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu, nr. 944/2014 • Reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim, nr. 942/2002 • Reglur um skólaakstur í grunnskóla, nr. 656/2009 • Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, með síðari tíma breytingum • Leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga á grundvelli 13. gr. reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum •

8 2 Velferð barna og ungmenna Skólinn er griðastaður barnanna og mikil ábyrgð hvílir á starfsfólki að hlúa að börnum og veita þeim öryggi í daglegu starfi. Velferð allra er sameiginlegt verkefni en félagsleg staða nemenda og starfsmanna er ólík. Það er mikilvægt að nemandi njóti bernsku sinnar og eigi góðar minningar úr skóla. Þegar fjallað er um velferð nemenda er horft til þriggja þátta, þeir eru: • Félagslegt öryggi nemenda og að þeir séu metnir út frá eigin verðleikum. • Tilfinningalegt öryggi nemenda sem finna væntumþykju annarra. • Traust þar sem nemendur átta sig á að þeir geti treyst þeim sem eru að mennta þá. Með ofbeldi er í þessari handbók átt við andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi í öllum birtingarmyndum þess. • Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst (Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands). Markmið laga og reglugerða um skólahald er meðal annars að tryggja að nemendum líði vel. Mikilvægt er að þeir búi við öryggi og að gagnkvæmt traust ríki í skólasamfélaginu. • Kaflar tvö og þrjú eiga við um leik- og grunnskóla og er í þeim stuðst við lög, reglugerðir og aðalnámskrár fyrir bæði skólastigin. Þar sem talað er um nemanda eða barn er átt við barn eða ungmenni í leik- eða grunnskóla. 2.1 Sýn skólans á velferð Bernsku- og unglingsárin eru mikilvægt skeið í ævi hvers einstaklings og eiga skólar að leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir barna og unglinga. Skólastarfið miðar að virkri þátttöku þeirra í lýðræðissamfélagi innan skóla sem utan. Í lögum um leik- og grunnskóla eru skýrar áherslur á öryggi og velferð og hvatt er til góðs og farsæls samstarfs allra sem að skólasamfélaginu koma. Allir geta verið sammála um að nemendur eigi rétt á að eiga góðar minningar úr skóla hvort heldur er úr námi, félagslífi eða tilfinningalega. Barn sem líður vel í skóla, á góða vini og getur tekið beinan þátt í að móta góðan skóla er líklegra til að ná árangri í skóla og það hefur áhrif á skólabrag. Góður árangur barns í skóla hefur einnig áhrif á heilsufar þess. Barn sem býr við tilfinningalegt og félagslegt öryggi í skóla er líklegt til að geta metið stöðu sína og náð árangri á eigin forsendum. Samkvæmt reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum, nr. 1040/2011 skulu skólar vinna sameiginlega sýn og stefnu um velferð og birta í skólanámskrá. Mikilvægt er að hvoru tveggja sé skilgreint, unnið sé að því að styrkja ímynd skólans og skapa sameiginlegan skilning meðal starfsmanna, nemenda, foreldra og grenndarsamfélagsins. Í skólasamfélaginu er lögð rækt við að vinna að almennri velferð nemenda og gegn andfélagslegri hegðun í hverju svo sem hún kann að birtast svo sem einelti, öðru ofbeldi og niðurlægingu.

9 Ekki er til sambærileg reglugerð fyrir leikskóla en í lögum um leikskóla, nr. 90/2008 segir að meginmarkmið uppeldis og kennslu í leikskóla skuli meðal annars vera að: • hlúa að börnum andlega, vitsmunalega og líkamlega í samræmi við þarfir hvers og eins svo að börnin fái notið bernsku sinnar • stuðla að víðsýni barna og efla siðferðisvitund þeirra • leggja grundvöll að því að börn verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi • rækta hæfileika barna til tjáningar og sköpunar í þeim tilgangi m.a. að styrkja sjálfsmynd þeirra, heilbrigðisvitund, öryggi og hæfni til mannlegra samskipta. Skólinn er, næst á eftir heimili barnsins, mikilvægasta umhverfi þess og þar mótast meðal annars félags- og tilfinningaþroski að hluta. Því er mikilvægt að skólar móti sér sýn á velferð og birti hana í skólanámskrá sinni. Hér að neðan eru talin upp nokkur atriði sem vert er að hafa til hliðsjónar við mótun heildarsýnar skóla á velferð nemenda: • Markmið um aukna velferð nemenda er samvinnuverkefni skóla og heimilis. • Skólinn skilgreini í hverju jákvæður skólabragur felst og móti leiðir til að viðhalda honum. Starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar skulu í sameiningu leggja áherslu á að móta og viðhalda góðum starfsanda í skólanum og jákvæðum skólabrag. • Leggja skal áherslu á styrkleika barna og hæfni. Leitast skal við að vinna að fjölbreyttum viðfangsefnum og starfsháttum til að koma til móts við mismunandi námsþarfir ólíkra einstaklinga og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins. • Helstu þættir heilbrigðis sem leggja þarf áherslu á eru: jákvæð sjálfsmynd, hreyfing, næring, hvíld, andleg vellíðan, góð samskipti, ábyrgð, öryggi, hreinlæti, kynheilbrigði og skilningur á eigin tilfinningum og annarra. • Skólinn skal vinna markvisst að forvörnum þar sem hugað er að félagslegri vellíðan og velferð nemenda. • Skólinn er griðastaður barna þar sem þau eiga að finna til öryggis. Hafa skal að leiðarljósi að börn og unglingar þarfnast verndar og leiðsagnar fullorðinna. • Nemendur eiga rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í málum sem þá varða og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þeirra. • Nemendur eiga að fá tækifæri til að skiptast á skoðunum við önnur börn og fullorðna þar sem þau finna lausnir í sameiningu og miðla málum. • Þarfir og áhugi barna ættu að vera sá grunnur sem mótar umhverfi og starfshætti skólans. Starfsfólk skóla skal grípa til viðeigandi ráðstafana ef þörf krefur þannig að öll börn fái sem best notið sín miðað við þroska og þarfir hvers og eins. • Ofbeldi, einelti og annað andfélagslegt atferli skal aldrei liðið. Skólinn skal grípa til viðeigandi ráðstafana til að uppræta slíkt atferli, koma í veg fyrir að það þróist til að bæta umhverfi nemenda. • Starfsfólk skóla ber ábyrgð á að börnum líði vel í skólanum. Í skólasamfélaginu á nemandi að fá tækifæri til að þroska og nýta hæfileika sína og njóta bernsku sinnar. Skólinn á, í samstarfi við foreldra, að kappkosta að fylgjast með og efla alhliða þroska allra barna, veita þeim hollt og hvetjandi uppeldisumhverfi og stuðla að öryggi þeirra og vellíðan.

10 Samkvæmt aðalnámskrá eru starfshættir skóla og samskipti allra aðila ekki síður mikilvæg en önnur viðfangsefni til að ná markmiðum skólanna og stuðla að velferð og menntun. Starfshættir skólanna skulu mótast af umburðarlyndi og jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi og ábyrgð. Námsárangur byggir á forsendum nemandans sjálfs, samskiptum og samkennd með vinum og félögum og samskiptum við kennara, annað starfsfólk sem og af upplifun nemandans um eigin stöðu. Æskilegt er að nemandinn taki þátt í aðgerðum til að móta vinsamlegt umhverfi í skólanum. Foreldrar eru hluti af skólasamfélaginu og er mikilvægt að traust og virðing ríki milli heimilis og skóla. Foreldrar nemenda skulu gæta hagsmuna barna sinna. Þeir skulu hafa náið samráð við starfsfólk skóla, fylgjast með skólagöngu barna sinna og veita þær upplýsingar sem kunna að skipta máli fyrir skólastarfið og velferð barnanna. Foreldrum ber að greina skólanum frá þeim þáttum sem kunna að hafa áhrif á námsframvindu, ástundun og hegðun, svo sem um vanlíðan barna sinna og áföll sem gætu haft áhrif á skólagöngu þeirra, sem og þegar breytingar verða á högum þeirra og aðstæðum. Í reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum, nr. 1040/2011 segir að skólastjórnendum og kennurum beri að eiga samstarf við foreldra um hegðun, líðan og samskipti barna þeirra. Umsjónarkennarar skulu upplýsa foreldra reglulega um skólabrag og bekkjaranda og leita eftir uppbyggjandi samstarfi við foreldrahópinn um hvorutveggja. Þetta á einnig vel við um leikskólann. Skólar eiga að hafa frumkvæði að því að stuðla að góðu samstarfi heimilis og skóla með það að markmiði að tryggja farsælt skólastarf, almenna velferð og öryggi nemenda. Kennurum og öðru starfsfólki ber að sýna fjölbreyttum fjölskyldugerðum, menningu og aðstæðum skilning og virðingu. Í leikskóla á að leggja áherslu á sjálfstæði og frumkvæði og hvetja hvert barn til að taka ábyrgð á sjálfu sér. Eftirfarandi leiðarljós í aðalnámskrá leikskóla eiga að vísa leikskólum veginn í mótun leikskólastarfs um velferð. Starfsfólk leikskóla, í samráði við foreldra og börn, þarf að koma sér saman um hvernig starf leikskólans tekur mið af leiðarljósunum og skrá aðferðir og leiðir í skólanámskrá leikskólans: • Leikskóli á að vera lýðræðislegur vettvangur og lærdómssamfélag þar sem starfsfólk, foreldrar og börn eru virkir þátttakendur og hafa áhrif á ákvarðanir um málefni leikskólans. • Starfshættir leikskóla eiga að hvetja til samvinnu og samstarfs milli barna, starfsfólks, foreldra og nærsamfélags. • Leikskóli á að vera samfélag þar sem hver einstaklingur nýtur virðingar og leggur sitt af mörkum. • Leikskólastarf skal byggjast á jafnrétti, virðingu fyrir margbreytileika mannlífsins og öðrum menningarheimum. • Virða skal rétt allra sem þar dvelja, óháð kynferði, bakgrunni, aðstæðum eða getu og leitast við að koma til móts við þarfir allra. • Starfshættir leikskóla eiga að stuðla að því að börn læri að bera virðingu og umhyggju fyrir öðru fólk og þrói með sér samkennd, tillitssemi og vináttu. • Í leikskóla á að stuðla að því að börn þrói með sér jákvæða sjálfsmynd með því að virða sérstöðu og sjónarmið hvers einstaklings. Í reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum, nr. 1040/2011 eru eftirfarandi markmið:

11 • Að nemendur geti notið bernsku sinnar í skólastarfi, notið hæfileika sinna og séu öruggir í öllu starfi á vegum skólans. • Að stuðla að ábyrgð nemenda á eigin námi, hegðun og samskiptum með hliðsjón af aldri, þroska og aðstæðum að öðru leyti. • Að allir í skólasamfélaginu kappkosti í sameiningu að stuðla að og viðhalda góðum starfsanda og jákvæðum skólabrag, þar sem öryggi, vellíðan og heilbrigði eru leiðarljós. • Að stuðla að góðu samstarfi og samráði milli foreldra og skóla um nám nemenda, hegðun og samskipti og stuðla að gagnkvæmu trausti allra aðila í skólasamfélaginu, gagnkvæmri virðingu, samábyrgð, kurteislegri framkomu og tillitssemi. • Að haldið sé uppi námsaga þar sem tekið er tillit til þarfa nemenda, þroska og hæfni með áherslu á mannréttindi, jafnrétti, lýðræðisleg vinnubrögð og bann við mismunun af öllu tagi. • Að hver grunnskóli setji sér skólareglur með skýrum viðbrögðum við brotum á reglunum, að úrræði og viðbrögð stuðli að jákvæðri hegðun og miði að því að rækta persónuþroska og hæfni nemenda. 2.2 Forvarnir Skólinn skal vinna markvisst að forvörnum með því að stuðla markvisst að velferð barna og farsælli skólagöngu þeirra þar sem hugað er að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Fræðsla til starfsmanna, foreldra og nemenda er mikilvægur þáttur forvarna. Góð heilsa er undirstaða velfarnaðar í námi og starfi og virkrar þátttöku í samfélaginu. Heilsa er skilgreind sem líkamleg, andleg og félagsleg velferð. Líðan barns hefur áhrif á sjálfsmynd þess, hvort það hefur trú á eigin hæfni og er áhugasamt og sýnir vilja og getu til að takast á við mismunandi viðfangsefni. Daglegar athafnir í skóla eiga að stuðla að líkamlegri og andlegri vellíðan barns og góðri heilsu. Í skólum gefst tækifæri til að efla heilbrigði og stuðla markvisst að velferð og vellíðan óháð efnahag og aðstæðum á heimili nemenda. Starfsfólk skóla skal ávallt bera velferð nemenda fyrir brjósti og leggja sig fram um að tryggja öryggi, vellíðan og vinnufrið til þess að þeir geti notið skólagöngu sinnar. Almenn menntun miðar að því að efla sjálfsskilning einstaklingsins og hæfni hans til að leysa hlutverk sín í flóknu samfélagi. Hugtakið hæfni felur í sér þekkingu og leikni og er samofið siðferðilegum viðhorfum nemenda. Nemendur þurfa að vita hvað þeir kunna og hvað þeir geta og hvernig best er að beita þekkingu sinni og leikni til að hafa áhrif á umhverfi sitt og bæta það. Hæfni er þannig meira en þekking og leikni, hún felur einnig í sér viðhorf og siðferðisstyrk, tilfinningar og sköpunarmátt, félagsfærni og frumkvæði. Upplifun nemenda er mikilvægt atriði í að styrkja velferð þeirra. Það hvernig nemendur upplifa stöðu sína og gengi í skólanum hefur þar áhrif sem og ytri aðstæður eins og skólahúsnæði. Allt skiptir þetta máli og hefur mismikil áhrif á líðan nemenda. Hafa skal í huga að mælikvarði fullorðinna á þægilegu umhverfi þarf ekki að fara saman við mat barna og unglinga. Spurningalistar sem lagðir eru fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk eru leiðbeinandi um mat á líðan nemenda og beina sjónum að jákvæðum aðstæðum og þeim sem þarf að bæta. Eins geta þeir verið til stuðnings reglubundnum viðtölum við nemendur og foreldra. Tillögur að spurningalistum má finna í viðauka. 2.3 Réttur barna Allir nemendur eiga rétt á að stunda nám við sitt hæfi. Tækifærin eiga að vera jöfn óháð atgervi og aðstæðum hvers og eins. Jafnrétti til náms þýðir að nemanda eru sköpuð bestu skilyrði á hans forsendum, óháð félagslegri og námslegri stöðu. Nemendur eiga að njóta styrkleika sinna og þeim á

12 að leiðbeina til að draga þá fram. Nemandi sem stöðugt upplifir að verða undir og ná ekki settu marki, finnur fyrir vanlíðan og vanmætti í skóla. Leggja skal áherslu á styrkleika barna og þörf þeirra fyrir vernd og leiðsögn fullorðinna. Skólum ber að sinna forvarnarstarfi með því að stuðla markvisst að velferð barna og farsælli skólagöngu þeirra. Starfsfólk skóla skal grípa til viðeigandi ráðstafana ef þörf krefur þannig að öll börn fái notið sín sem best. Samkvæmt barnalögum, nr. 76/2003, á barn rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Barn á rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í öllum málum sem það varðar og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur og þroska. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, nr. 18/1992, segir að með hliðsjón af réttindum og skyldum foreldra eða lögráðamanna, eða annarra sem bera ábyrgð að lögum á börnum, skuldbinda aðildarríki sig til að tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst og skulu þau í því skyni gera allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórnsýslu. Í barnaverndarlögum, nr. 80/2002, segir að allir sem hafi uppeldi og umönnun barna með höndum skuli sýna þeim virðingu og umhyggju og óheimilt er með öllu að beita börn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 (22. og 23. gr.) er komið inn á ábyrgð skólastjórnenda sem ber að gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að nemendur verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni eða kynferðislegri áreitni í skólum og ábyrgð þeirra á viðeigandi fræðslu til nemenda um jafnréttismál. 2.4 Tilkynningaskylda til barnaverndarnefnda Í barnaverndarlögum, nr. 80/2002, stendur að hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hefur afskipti af málefnum barna og verður í starfi sínu var við að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi, eða að barn stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu, sé skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart. Sérstaklega er skólastjórum, kennurum, þroskaþjálfum og öðrum þeim sem koma að málefnum barna í skólasamfélaginu skylt að fylgjast með hegðun, uppeldi og aðbúnaði barna og gera barnaverndarnefnd viðvart ef ætla má að aðstæður barns séu óviðunandi. Tilkynningaskylda gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta. Á vef Barnaverndarstofu má finna verklagsreglur um tilkynningaskyldu starfsmanna leik-, grunn- og framhaldsskóla til barnaverndarnefnda. 2.5 Skólabragur Jákvæður skólabragur sem verndar og styrkir nemandann byggir meðal annars á þátttöku hans. Jákvætt námsumhverfi og gott skólahúsnæði stuðlar að góðum námsárangri. Þættir sem skipta máli eru meðal annars:

13 • Hvernig er ytra umhverfi? Er skólaumhverfi bjart og hlýtt, henta aðstæður samskiptum við vini? • Hvernig er innra umhverfi? Skólabragur, samskiptamáti, áhrif nemenda, hafa nemendur komið að mótun umhverfis og aðstæðna? • Hvernig eru skilaboð frá þeim fullorðnu? Dæmi: „Þú sem nemandi skiptir máli og við viljum að þú lærir.“ • Hvernig er búið að öryggi barna? Er starfsmaður alltaf til staðar og geta nemendur treyst honum til að bregðast við og grípa inn í aðstæður? • Hvernig er félagsstaða foreldra? Hún getur verið misjöfn og haft áhrif á samskipti heimilis og skóla. 2.6 Starf skóla gegn ofbeldi Leikskólinn Í lögum og reglugerðum er ekki kveðið á um skyldur leikskóla til að móta sér stefnu um aðgerðir gegn ofbeldi. Andi laga um leikskóla og aðalnámskrá leikskóla felur þó í sér hvatningu til að leikskólar setji sér stefnu til að koma í veg fyrir og bregðast við líkamlegu, andlegu og félagslegu ofbeldi og félagslegri einangrun. Leikskólar geta nýtt sér þær tillögur sem fram koma í kaflanum hér að neðan um grunnskólann. Grunnskólinn Í 7. grein reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila í skólasamfélaginu í grunnskólum, nr. 1040/2011 segir að allir skólar skuli hafa heildstæða stefnu fyrir skólann til að fyrirbyggja og bregðast við líkamlegu, andlegu og félagslegu ofbeldi og félagslegri einangrun. Skólum ber að setja sér aðgerðaáætlun gegn einelti með virkri viðbragðsáætlun til að takast á við eineltismál í skólanum. Áætlunin skal ná til allrar starfsemi og alls starfsfólks skóla og skal kveða á um skyldur þess til að vinna gegn einelti með ábyrgum og virkum hætti. Áætlunin skal ná til allra nemenda og styrkja þá til að bera virðingu hver fyrir öðrum, sýna tillitssemi og samkennd og taka afstöðu gegn einelti. Aðgerðir gegn einelti eru órjúfanlegur þáttur í að skapa nemendum öruggt umhverfi og taka til skólans í heild, einstakra námshópa og einstaklinga. Hver kennari ber ábyrgð á að framfylgja með virkum og ábyrgum hætti aðgerðaáætlun skólans gegn einelti og skólastjóri ber ábyrgð á að starfið sé samhæft. Eineltisáætlun á að vera virk í skólanum. Traust og vellíðan nemanda byggir á að honum sé ekki strítt eða hann niðurlægður á annan hátt. Nemandi á að geta treyst starfsfólki skólans til að grípa inn í aðstæður og skipta sér af sé þess þörf. Kanna þarf reglulega eðli og umfang eineltis í skólum, kynna niðurstöður og nýta þær til úrbóta. Aðgerðaáætlun gegn einelti er hluti af skólanámskrá og er kynnt sérstaklega eftir því sem þurfa þykir og skal birt opinberlega. Aðilar skólasamfélagsins (foreldrar og forráðamenn nemenda, nemandi, starfsfólk skóla, stjórnendur skóla), auk annarra aðila sem starfa með börnum í skóla-, frístunda- eða tómstundastarfi sem hefur stoð í grunnskólalögum geta óskað eftir aðstoð fagráðs eineltismála í grunn- og framhaldsskólum ef ekki tekst að finna viðunandi lausn innan skóla eða sveitarfélags þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og aðkomu skólaþjónustu sveitarfélaga. Fagráðið starfar á ábyrgð mennta- og menningarmálaráðuneytis en umsýsla þess er hjá Menntamálastofnun. Ráðuneytið gefur út verklagsreglur um starfsemi fagráðsins, málsmeðferð og eftirfylgni að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Á vefsíðu Menntamálastofnunar er hægt að nálgast upplýsingar og góð ráð um einelti og þar er m.a. að finna leiðbeiningar um verkferla í eineltismálum: https://gegneinelti.is/

14 Einnig er mikilvægt að skólar setji sér áætlanir um viðbrögð við ofbeldi og verklagsreglur fyrir starfsfólk um tilkynningar vegna ofbeldis sem það verður vitni að eða verður áskynja um í störfum sínum. Tillaga að gátlista um forvarnir gegn ofbeldi, einelti og kynferðislegu áreiti er í viðauka 10.14.

15 3 Netöryggi SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) og samtökin Heimili og skóli hafa í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneyti tekið saman almenn viðmið um birtingu myndefnis, meðferð upplýsinga um börn á netinu og notkun samfélagsmiðla. Viðmiðin gilda einkum um heimasíður skóla, íþróttafélaga og annarra sem koma að æskulýðs- og tómstundastarfi. Hægt er að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni á neti í gegnum ábendingahnapp Barnaheilla.

16 4 Slysavarnir og líkamlegt öryggi Þessi hluti handbókarinnar á við um grunnskóla og er stuðst við lög, reglugerðir og aðalnámskrá. Handbókinni er meðal annars ætlað að vera leiðarvísir við gerð viðbragðsáætlana fyrir grunnskóla. 4.1 Forvarnir og fræðsla Allir starfsmenn skóla (bæði fastráðnir og lausráðnir) þurfa að kunna skyndihjálp og viðhalda þeirri þekkingu með því að fara yfir og æfa reglulega viðbrögð við slysum og vá. Mikilvægt er að allir starfsmenn skólans kunni að bregðast við slysi á fumlausan hátt og er það á ábyrgð skólastjóra að svo sé. Hann ætti einnig að sjá til þess að haldið sé námskeið í slysavörnum og skyndihjálp annað hvert ár þar sem starfsmenn endurnýja skyndihjálparréttindi sín. Þeir sem halda slysavarnarnámskeið fyrir starfsmenn skóla skulu hafa til þess bæra þekkingu og reynslu. Einnig er mikilvægt að starfsmenn skóla æfi reglulega viðbrögð við mismunandi slysum. Þegar nýir starfsmenn hefja störf í skólanum er mikilvægt að þeir komist á námskeið í slysavörnum og skyndihjálp eins fljótt og auðið er. Skólastjóri á að hafa yfirlit yfir alla starfsmenn sem hafa lokið skyndihjálparnámskeiði. Bent er á að gott er að halda yfirlit yfir þá starfsmenn sem hafa farið á slysavarnarnámskeið í öryggishandbók skólans. Allt starfsfólk skóla ber ábyrgð á börnum meðan þau eru í skólanum og verður að grípa inn í ef barn sýnir af sér hegðun sem getur leitt til slysa. Starfsfólk þarf að vera meðvitað um hvaða hættur geta leynst í skólum og umhverfi þeirra og hvar. Skólahjúkrunarfræðingar sinna minniháttar slysum og meta áverka þegar þeir eru á staðnum en annars er það hlutverk starfsmanna skólans. Nauðsynlegt er að tryggja að kennarar hafi ávallt yfirlit yfir réttan fjölda nemenda í umsjá þeirra hverju sinni. Fræðsla starfsmanna um öryggismál Öryggi nemenda í skólum ætti að vera forgangsmál. Það er því mikilvægt að allir starfsmenn fái þjálfun í öryggismálum. Mikilvægt er að þjálfun í öryggismálum byrji um leið og starfsmenn taka til starfa og að því sé fylgt eftir að þeir öðlist færni í öryggismálum. Það sem þarf að hafa í huga fyrir alla starfsmenn er meðal annars: • Námskeið um slysavarnir og skyndihjálp annað hvert ár til að starfsmenn geti endurnýjað skyndihjálparréttindi sín. • Árleg könnun á kunnáttu og þekkingu starfsmanna í öryggismálum og viðbrögðum skólans við slysum, bruna og annarri vá. • Regluleg þjálfun starfsmanna í viðbragðsáætlunum og öryggisferlum skólans.

17 Fyrir nýja starfsmenn þarf sérstaklega að huga að: • Kynningu á viðbragðsáætlunum og öryggisferlum skólans. • Kynningu á staðsetningu sjúkrakassa og öryggisupplýsinga. • Slysavarnanámskeiði eins fljótt og auðið er. 4.2 Öryggisferlar og viðbragðsáætlanir Skriflegir og virkir öryggisferlar eiga að vera í öllum grunnskólum og upplýsingar þurfa að vera á áberandi stað/stöðum. Mikilvægt er að slíkt svæði sé tilgreint sem neyðarstöð. Allt starfsfólk á að kunna öryggisferla skólans og hafa auðveldan aðgang að skriflegum upplýsingum um þá. Kynna þarf verkferla viðbragðsáætlana fyrir nýju starfsfólki og afleysingastarfsfólki á fyrstu starfsdögum þess í skólanum. Hlutverk og ábyrgð Skilgreina skal ábyrgð starfsmanna í starfslýsingu og hlutverk þeirra í viðbragðsáætlun. Allt starfsfólk á að vita hvert hlutverk þess er ef upp kemur neyðarástand. Stjórnendur öryggismála á vinnustað eiga að tryggja öryggi nemenda, eigið öryggi, öryggi starfsfólks og að unnið sé eftir viðbragðsáætlunum og gerð áhættumats. Áhættumat er áhrifarík aðferð við að tryggja hámarksöryggi nemenda í skólum. Áhættumat ætti að byggja á skráningu skóla á ofbeldisatvikum og slysum þar sem áverkar við slys eru flokkaðir á grundvelli alvarleika. Með því móti verður matið faglegt og hægt að fyrirbyggja að alvarlegir atburðir endurtaki sig. Reglubundnar æfingar á öryggisferlum Mikilvægt er að viðbrögð við ólíkum aðstæðum, svo sem alvarlegum slysum, eldi eða náttúruvá séu æfð reglulega. Með því að æfa mismunandi viðbragðsáætlanir reglulega verður þekking og færni starfsfólks meiri og betri. Það eykur líkur á að unnt sé að bregðast fumlaust við mismunandi aðstæðum. Mikilvægt er að skólastjóri feli einum starfsmanni að fylgjast með æfingunni og skrá niður hvernig gengur þannig að ef upp koma vandamál sé til skráning að æfingu lokinni sem farið er yfir, það sem miður fór rætt og fundnar leiðir til úrbóta. Slíkt ferli er mjög lærdómsríkt og eykur öryggi starfsmanna. Viðbragðsáætlanir vegna slyss og eldsvoða er mikilvægt að æfa tvisvar sinnum á ári. Viðbragðsáætlun við vá er mikilvægt að æfa einu sinni á ári.

18 Tegundir viðbragðsáætlana Gera þarf minnst fjórar ólíkar tegundir viðbragðsáætlana sem taka mið af hættunni. Viðbrögð við slysi Viðbrögð við eldsvoða Viðbrögð við náttúruvá Viðbrögð við hættum vegna hegðunar nemenda Meta þarf ástand hins slasaða út frá þekkingu á skyndihjálp. Koma öllum út og safna þeim saman á fyrirfram ákveðinn stað. Koma öllum í öruggt skjól og safna saman á fyrirfram ákveðinn stað. Fyrirbyggjandi aðgerðir Hringja í 112 Hringja í 112 Hringja í 112 Viðbrögð við ófyrirséðri og yfirvofandi hættu. Tryggja öryggi á slysstað. Nafnakall Nafnakall Eftirfylgni vegna einstakra atvika. Veita slösuðum aðhlynningu. Veita slösuðum aðhlynningu. Veita slösuðum aðhlynningu. Verklagsreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum nr. 1040/2011 Grunnupplýsingar um nemanda vegna slysa og bráðaveikinda Mikilvægt er að skólinn hafi grunnupplýsingar um nemendur í tengslum við bráðaofnæmi, sjúkdóma eða slys sem getur þurft að bregðast við fyrirvaralaust. Upplýsingarnar þurfa að vera skriflegar og þær geymdar á aðgengilegan hátt þar sem allt starfsfólk skólans veit um þær og getur nálgast þær þegar þörf krefur. Staðurinn þar sem sjúkrakassinn er geymdur og aðrar upplýsingar um viðbrögð við eldsvoða, slysum eða náttúruvá gæti hentað. Foreldrar bera fyrst og fremst ábyrgð á að slíkar upplýsingar séu réttar. Í byrjun hvers skólaárs er mikilvægt að skólinn hafi frumkvæði að því að yfirfara upplýsingarnar í samráði við foreldra og fái ávallt upplýsingar um breytingar. Nauðsynlegar upplýsingar um barn vegna slysa og bráðaveikinda • Nafn barns. • Kennitala barns. • Er barnið með ofnæmi? Nauðsynlegt er að skrá ofnæmi sem vitað er um. • Er barnið, fatlað eða með greindan sjúkdóm? Mikilvægt er að skrá tegund fötlunar, heiti sjúkdóms og nafn læknis sem annast barnið. • Tekur barnið lyf að staðaldri? Mikilvægt er að skrá heiti lyfs, magn og tímasetningu inntöku. • Skrá ber nöfn foreldra, heimilisfang, heimasíma farsíma, vinnusíma og vinnustað. Nauðsynlegt er að skrá heiti vinnustað og heimilisfang og deild ef um stóran stað er að ræða. • Skrá þarf nafn á þeim sem hafa á samband við ef ekki næst í foreldra, heimilisfang símanúmer, vinnusíma og vinnustað. • Taka þarf fram ef foreldrar eiga erfitt með að skilja eða tala íslensku og tilgreina móðurmál þeirra.

19 4.3 Sjúkrakassi Í sjúkrakassa á að vera sá búnaður sem talinn er upp í lista yfir innihald sjúkrakassa hér að neðan. Ef fleira er í kassanum getur það tafið starfsfólk við að finna það sem leitað er að. Allir starfsmenn skólans verða að kunna að nota þann búnað fumlaust sem í sjúkrakassanum er. Notkunarreglur sjúkrakassa Mikilvægt er að skólastjóri feli einum starfsmanni ábyrgð á sjúkrakassa. Ábyrgðarmaður sjúkrakassa/skólahjúkrunarfræðingur sér um að í honum sé ávallt sá búnaður sem þar á að vera. Eftir notkun á sjúkrakassa þarf ábyrgðarmaður að fara yfir innihald hans. Ef einhvern búnað vantar í kassann á að gera tafarlausar úrbætur á því. Fjöldi sjúkrakassa í hverjum skóla fer eftir stærð og gerð húsnæðis. Mikilvægt er að sjúkrakassi sé ávallt aðgengilegur, innan seilingar og að allir starfsmenn viti um staðsetningu hans. • Í sjúkrakassanum á að vera listi yfir innihald. • Sjúkrakassi þarf að vera aðgengilegur og auðveldur í flutningum. • Mikilvægt er að notandi kynni sér innihald kassans og viti hvernig á að nota innihald hans. • Æskilegt er að í skólanum sé til bakpoki sem nota á til fyrstu hjálpar og hægt er að taka með sér í vettvangsferðir. • Handþvottur er mikilvægur áður en átt er við sár. • Nota skal einnota hanska þegar blóð er meðhöndlað. • Dauðhreinsað innihald kassans hefur takmarkaðan endingartíma. Útrunnum búnaði þarf að skipta út fyrir nýjan. • Ekki geyma lyf í sjúkrakassanum. Samkvæmt byggingarreglugerð nr. 112/2012 skulu lyf geymd í læstum hirslum. • Mikilvægt er að fara yfir innihald sjúkrakassanns eftir hverja notkun og fara reglulega yfir innihald hans með tilliti til fyrningardagsetninga. Listi yfir innihald sjúkrakassa • 1 rúlla plástur (bréfplástur, heftiplástur). • 1 lítil skæri (stálskæri). • 1 góð flísatöng (riffluð). • 1 stk. 10 cm krepbindi (teygjubindi) eða næsta stærð við. • 1 stk. 7,5 cm krepbindi (teygjubindi) eða næsta stærð við. • 1 stk. 5 cm krepbindi (teygjubindi) eða næsta stærð við. • 1 pk. skyndiplástur 4 cm (tauplástur). • 1 pk. skyndiplástur 6 cm (tauplástur). • 1 fetill (þríhyrningur). • 5 stk. 10-30 ml saltvatn 0,9%. • 5 bómullarpinnar í lokuðu plasti (plastfilmu). • 1 pk.10x10 cm vasilíngrisja. • 1 pk. 5x5 cm vasilíngrisja. • 1 stk. sprauta 15 ml. • 1 pk. 10x10 cm grisjur (5 stk.). • 2 pk. 10x10 cm grisjur (1 stk.). • 1 pk. 5x5 cm grisjur (5 stk.). • 2 pk. 5x5 cm grisjur (1 stk.). • 1 par af einnota latexfríum hönskum. • 1 stk. einnota blástursgríma (vörn gegn smiti).

20 4.4 Öryggisatriði í upphafi skólagöngu í nýjum skóla Góð samskipti foreldra og skóla eru grundvallaratriði þegar tryggja þarf öryggi barna. Þar sem foreldrar og skóli bera sameiginlega ábyrgð á öryggi barnsins á leið í og úr skóla er mikilvægt að kynna fyrir foreldrum hvaða öryggisreglur gilda í skólanum og hvernig heimilið og skólinn geta hjálpast að við að framfylgja þeim til að tryggja börnum hámarksöryggi. Mikilvægt er að setja upplýsingarnar á heimasíðu skólans og fjalla um öryggismál og viðbragðsáætlanir í skólanámskrá. Eftirfarandi atriði er mikilvægt að kynna fyrir foreldrum: • Reglur skólans. • Aðferðir skólans við að tryggja jákvæðan skólabrag og öryggi nemenda. • Viðbrögð í skóla ef barn hlýtur minniháttar meiðsli og hvað talin eru minniháttar meiðsli. • Viðbrögð í skóla ef barn verður fyrir ofbeldi af einhverju tagi innan eða utan skóla eða hlýtur alvarleg meiðsli á skólatíma. • Upplýsingar um nemanda vegna slysa og bráðaveikinda. • Tryggingar skólans ef barnið slasast – hver ber kostnað. • Þeir ferlar sem unnið er eftir þegar slys verður. • Þeir ferlar sem unnið er eftir í kjölfar slyss. • Fyrirkomulag öryggismála í skólanum og í öllu starfi hans. • Örugg aðkoma gangandi og hjólandi barna að skóla. • Öryggi í akstri skólabíla. • Örugg aðkoma foreldra sem aka börnum í skóla. • Öryggi í ferðalögum skólabarna. • Vinnureglur skólans varðandi ofbeldi og einelti. • Viðbrögð við náttúruvá – almannavarnir. • Starf skólahjúkrunarfræðings – skólaheilsugæslu. Í upphafi hvers skólaárs er mikilvægt að minna foreldra á ákveðin öryggisatriði svo sem öryggi barna á leið í og úr skóla hvort sem þau ganga, hjóla eða eru keyrð í skólann í einkabíl eða í skólabíl. 4.5. Viðmið um heilsutengdar forvarnakynningar og fræðslu í skólum Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla skulu skólastjórnendur, kennarar og annað starfsfólk skóla vera meðvitað um hvað felst í heilsutengdum forvörnum og geta nýtt sér áreiðanlegar upplýsingar um þætti sem hafa áhrif á líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði nemenda. Mennta- og menningarmálaráðuneyti leggur áherslu á að grunnskólar vinni markvisst að forvörnum. Þess skal gætt að forvarnir og heilsuefling í skólum sé heildstæð og unnin í samstarfi við nemendur, foreldra og nærsamfélag. Heilsueflingar- og forvarnastarf skal ávallt byggt á aðferðum, sem búið er að sýna fram á með vísindalegum rannsóknum að beri árangur. Forsenda árangursríkra forvarna er sýnileg stefna skóla, uppbyggilegt umhverfi og fagmenntað starfsfólk. Við skipulag heilsutengdra forvarnakynninga og fræðslu í skólum skal þess gætt að: • Fræðslan byggi á fræðilegum grunni og sé löguð að aldri nemenda.

21 • Áhersla sé lögð á fjölbreyttar aðgerðir sem fela í sér umræður um ákvarðanatöku og þjálfun í samskiptahæfni. Markmiðið er að styrkja félagslega hæfni barna og ungmenna, sjálfsmynd þeirra og getu til að forðast áhættuhegðun, t.d. að afþakka tóbak og vímuefni þegar þau eru í boði og taka ábyrga afstöðu gagnvart allri mismunun, einelti og öðru ofbeldi. • Styrkja tengsl nemenda við skólasamfélagið og byggja upp þrautseigju þeirra. • Byggja upp fagmennsku og þjálfun þeirra sem sinna fræðslunni. Varast ber ... að beita hræðsluáróðri eða einhliða fræðslu sem hefur lítil sem engin áhrif á fjöldann og hugsanlega neikvæð áhrif á hegðun ákveðinna aðila. Þó hræðsluáróður sé stundum eftirminnilegur og börn og ungmenni áhugasöm um slíka fræðslu sýna rannsóknir að hún hefur ekki tilætluð áhrif. Slík fræðsla getur haft neikvæð áhrif á hegðun og hugsanlega ýtt undir áhættuhegðun hjá ákveðnum aðilum. Í þessu tilliti þarf að hafa í huga að valda ekki skaða þó að ásetningurinn sé góður. Hafa skal í huga að: • Áhrifaríkar forvarnir byggja á niðurstöðum rannsókna og sýna rétta mynd af stöðu ákveðinna hegðunar og umfangi hennar. • Eftir því sem börn og ungmenni meta að fleiri stundi ákveðna hegðun eru þau líklegri til þess að prófa sjálf. Því er mikilvægt að taka mið af staðbundnum gögnum. • Áhrifaríkar aðferðir þurfa að vera heildstæðar og í samstarfi við foreldra og nærsamfélagið. • Fræðsluerindi sem einungis leggja áherslu á aukna þekkingu geta verið nauðsynleg en eru sjaldan nægjanleg til að hafa áhrif á hegðun. • Kennsla þarf að vera gagnvirk, sveigjanleg, umhyggjusöm og án innrætingar þar sem börn og ungmenni fá tækifæri til að tjá sig. • Áhrifaríkt er að þjálfa félagsfærni, ákvarðanatöku, markmiðasetningu, að standast félagsþrýsting og að setja sig í spor annarra. • Til þess að ná árangri er betra að hafa langtímaáætlun sem byggir á heildstæðri nálgun með mælanlegum markmiðum, skammtímaátak getur verið hluti af henni. • Kennarar eða aðrir fagaðilar innan skólasamfélagsins eru best til þess fallnir að halda utan um kennslu í forvörnum, m.a. svo að börn og ungmenni geti í framhaldinu leitað til þeirra með spurningar eða aðstoð. • Kennsla í fámennum hópi er áhrifaríkari en kennsla í fjölmennum hópi. • Ef nauðsynlegt er að leita til utanaðkomandi aðila með fræðslu er æskilegt að kennari eða annar fagaðili innan skólans sé virkur þátttakandi. Mikilvægt er að skoða vel fyrirfram hvað slíkt fræðsluerindi inniheldur. • Skólinn skal leggja sig fram um að aðstoða þá nemendur sem eiga í vanda vegna tóbaks, áfengis eða annarra vímuefna með umhyggju að leiðarljósi.

22 Samstarf foreldra og skóla Samstarf milli skóla og foreldra ólögráða nemenda er mikilvægur liður í að efla forvarnir. Foreldrar eru ein mikilvægasta fyrirmynd barna sinna. Það er því mikilvægt að hvetja foreldra til að tala við börn sín og ungmenni um tóbak, áfengi og önnur vímuefni og taka skýra afstöðu gegn því að þau prófi eða noti slík efni. Forvarnarstefna Í skólanámskrám grunnskóla skal birta stefnu skóla í einstökum málefnum, s.s. forvörnum. Sjá einnig: Aðalnámskrá grunnskóla kafli 7. Staðreyndablað Embættis landlæknis. „Hvað virkar í tóbaks-, áfengis- og vímuvörnum í skólum“.

23 5 Öryggi í námsumhverfi Húsnæði og skólalóðir skulu uppfylla kröfur laga um grunnskóla, nr. 91/2008, reglugerðar um gerð og búnað grunnskólahúsnæðis og skólalóða, nr. 657/2009, aðalnámskrár grunnskóla, laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, reglugerðar um öryggi leikvallartækja og leiksvæða og eftirlit með þeim, nr. 942/2002 ásamt reglugerð um vélar og tæknilegan búnað, nr. 1005/2009 og Vinnuumhverfisvísi Vinnueftirlits ríkisins um skóla þar sem við á. Einnig ber að uppfylla kröfur heilbrigðis- og byggingaryfirvalda til slíkra mannvirkja. Húsnæði, skólalóð og allur aðbúnaður þarf að vera þannig úr garði gerður að unnt sé að ná markmiðum laga um grunnskóla og aðalnámskrá grunnskóla. Er þar sérstaklega átt við að nemendum og starfsfólki skóla sé búið öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi sem skapar öryggi og vellíðan svo sem varðandi hentugan húsbúnað, hljóðvist og lýsingu, fjölbreytni í náms- og leikaðstöðu og annan búnað. 5.1 Fyrirbyggjandi aðgerðir Mikilvægt er að starfsfólk skóla sé meðvitað um þá hættu í nánasta umhverfi sem nemendum getur stafað af svo sem af tækjum og tólum og sjái fyrir þær hættur sem hugsanlega geta komið upp. Ganga þarf úr skugga um að ekki leynist hættur í umhverfi nemenda sem valdið geta slysum og því er mikilvægt að allt umhverfi sé eins öruggt og hægt er. Æskilegt er að reynt sé að koma í veg fyrir eins mikið og hægt er og gera áhættumat. Starfsmenn Meta þarf hverju sinni hversu margir starfsmenn þurfa að vera til staðar bæði í skólahúsnæðinu og á skólalóð. Ef starfsfólk þarf að bregða sér frá er mikilvægt að annað starfsfólk sé látið vita. Það hefur komið fyrir að slys eða ofbeldisatvik hafi orðið í og við skóla og enginn starfsmaður verið á svæðinu. Þessu hefði mögulega verið hægt að afstýra hefði starfsmaður verið til staðar. Skólastofur Við skipulag og framkvæmd vinnuumhverfis og vinnuaðstæðna í skólastofum skal taka mið af Vinnuumhverfisvísi Vinnueftirlits ríkisins ásamt öðrum þeim vinnuumhverfisvísum, lögum og reglugerðum sem þar er getið. Í verkmenntastofum skal sérstaklega hugað að öryggiskröfum um vélar, tæknilegan búnað, efnisnotkun, loftgæði og loftræstingu og aðgengi að fyrstu hjálp og taka mið af reglugerð um vélar og tæknilegan búnað, nr. 1005/2009. Hljóðvist Hávaði hefur ekki einungis áhrif á heyrn og nám. Þekkt er að hávaði veldur streitu og getur haft aðrar neikvæðar afleiðingar á andlega og líkamlega líðan barna. Til að meta áhrif hávaða á nám og líðan nemenda í skólum er mikilvægt að við reglulegar kannanir sé spurt sérstaklega út í hljóðvist og vinnuaðstæður barna. Mikilvægt er að mælingar séu miðaðar við börn og unglinga og taki sérstakt tillit til heyrnar- og hljóðnæmni þeirra sem og þeirrar starfsemi sem fram fer í skólanum. Mikilvægt er að miðað sé við þau skilyrði sem þarf til þess að börn geti tileinkað sér nám. Ekki er nóg að miða við þau mörk hávaða sem beinlínis skemma heyrn. Mikilvægt er að allur búnaður sé keyptur með góða hljóðvist í huga. Á vef Umhverfisstofnunar eru leiðbeiningar um hljóðvistarkröfur í umhverfi barna þar sem meðal annars má finna góð ráð gegn hávaða í umhverfi barna. Taka skal mið af viðmiðum í Vinnuumhverfisvísi Vinnueftirlits ríkisins varðandi hávaða. Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands hafa gefið út handbókina Kennsluumhverfið - hlúum að rödd og hlustun sem

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=