Orðspor 3

5. KAFLI 81 Sögustund bekkjarins. Nú leggur þú vel við hlustir og hlýðir á öll ævintýrin sem bekkjarfélagar þínir skrifuðu. Þegar komið er að þér að lesa upp skaltu muna eftir öllum æfingunum sem þú gerðir í fyrsta kafla. Og mundu … það er mikilvægt að njóta þess að leyfa öðrum að hlusta á þína sögu. Komið? Glæsilegt hjá þér. Núna skaltu finna þér námsfélaga. Þið lesið yfir sögu hvort hjá öðru og hjálpið námsfélaganum að laga textann ef þess þarf með. Betur sjá augu en auga og það er alltaf góð regla að fá aðstoð við yfirlestur. Hlustaðu! 3 4 Hlustaðu af athygli á bekkjarfélaga þína. Vertu tilbúin/n með a.m.k. eitt hrós um framsögn eða söguna sjálfa að flutningi loknum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=