Orðspor 3

ORÐSPOR 3 80 Núna þegar grunnurinn liggur á blaði hjá þér skaltu skrifa söguna. Lestu hana vel yfir og flettu upp orðum sem þú ert ekki viss um hvernig eru skrifuð. Nú er komið að þér að skrifa safaríkt og spennandi ævintýri sem vekur jafnvel upp dálítinn hrylling. Það er óþarfi að svitna við tilhugsunina … nema svitinn stafi af tilhlökkun og eftirvæntingu að fá að byrja. Þú hefur nú öll verkfærin í höndunum sem þarf til að skrifa góða sögu. Byrjaðu að punkta niður hjá þér upplýsingar um: a. Persónurnar þínar. Hver er aðalpersónan? Hvernig lítur hún út? Hvaða persónuleika hefur hún? Er hún góð/slæm/misskilin? Er hún hugrökk/huglaus? Fleira sem kemur upp í huga þinn? Hverjar eru aukapersónurnar? b. Hvar gerist sagan þín? Hvert er sögusviðið? Vertu með umhverfið á hreinu í huganum, þá er svo auðvelt að lýsa því fyrir lesanda. c. Hvenær gerist sagan þín? Er þetta nútímasaga/fortíðarsaga/framtíðarsaga? Hvað á hún að gerast á löngum tíma? Klukkutíma/viku/ mannsævi? d. Hver er uppbyggingin á sögunni? Hvað þarf að koma fram í upphafi? Hver er atburðarásin? Hvernig endar sagan, hver er lausnin? 1 2 Einu sinni var …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=