Orðspor 3

67 „Var ég einhvern tímann búin að segja ykkur frá því þegar ég keypti talandi páfagauk sem kunni líka að prjóna?“ sagði Grínhildur. Grínhildur spurði hvort hún hefði einhvern tímann sagt ykkur frá því þegar hún keypti talandi páfagauk sem einnig kunni að prjóna. Finnið ykkur námsfélaga og æfið ykkur munnlega að breyta þessum málsgreinum úr óbeinni í beina ræðu. Ræðið hvar þið mynduð setja gæsalappirnar. • Sigmar spurði Helga kennara hvort hann mætti fara á salernið. • Kristín sagði að sér fyndist skemmtilegt að læra ný tungumál. • Kolbrún spurði hvort hún ætti ekki að spila aftur lagið. • Halli sagði Davíð að þeir hefðu misst af strætó. vinnubók bls. 51 verkefni 4 og 5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=