Orðspor 3

ORÐSPOR 3 66 Málfarsmolinn Málfarsmolinn Bein og óbein ræða Bein ræða Talað er um beina ræðu þegar tilvitnun er skrifuð nákvæmlega eins og hún var sögð eða skrifuð af öðrum. Tilvitnunin er höfð innan gæsalappa. Dæmi: „Ég trúi á álfa og drauga,“ hvíslaði Svavar að Elísu. Bjartmar kallaði: „Koma svo stelpur, þið eigið þennan leik.“ Óbein ræða Þegar einhver skrifar um það sem annar hefur sagt er það kölluð óbein ræða. Dæmi: Svavar hvíslaði því að Elísu að hann tryði á álfa og drauga. Bjartmar kallaði til stelpnanna að þær ættu þennan leik. Fáðu bekkjarfélaga þinn til að segja þér hvað hann gerði í gærkvöldi. Endursegðu sem beina eða óbeina ræðu. Spreyttu þig!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=