Orðspor 3

4. KAFLI 61 • Lestu þessar textaspár og teiknaðu viðeigandi veðurtákn. a. Léttskýjað, vestan 2 m/s. Hiti 7 stig. b. Lítils háttar rigning, austan 4 m/s. Hiti 3 stig. c. Alskýjað, snjóél, norðvestan 10 m/s. Hiti um frostmark. d. Rigning, þoka, breytileg átt eða logn. Hiti 13 stig. Hvaða veðurspá hljómar best fyrir hjólreiðatúr? Hvaða veðurspá kallar á hlýja yfirhöfn? Notaðu orðin á bls. 60 og prófaðu að rappa þau eða búa til ljóðaslamm. • Opnið vef Veðurstofu Íslands, www.vedur.is og skoðið útskýringar á táknunum. • Veljið staðaspá – Allt Ísland. • Hvernig er veðrið á ykkar heimaslóðum á hádegi í dag? Skrifið stutta lýsingu á veðrinu. Notið hugtökin sem fylgja táknunum hér á síðunni. • Hvernig verður veðrið á miðhálendinu kl. 18 í dag? Finndu Hveravelli og taktu stöðuna. • Hvar á landinu er hvassast? • Hvar á landinu er besta veðrið í dag, að þínu mati? • Hvernig er spáin fyrir morgundaginn í höfuðborginni? Hvaða önnur orð þekkir þú sem lýsa veðri eða skýjafari?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=