Orðspor 3

ORÐSPOR 3 60 Íslendingar fylgjast vel með veðri og vindum. Enda ekki að undra. Hér er allra veðra von. Áður fyrr voru Íslendingar naskir að gá til veðurs. Þeir horfðu til himna og fylgdust með skýjafari og vindum. Hegðun fugla og dýra gaf einnig vísbendingar um veðrið sem koma skyldi. En nú er öldin önnur og við treystum á nákvæmar tölvuspár til að segja okkur hvernig veðrið verður næstu daga og viku. Veðurstofa Íslands notar veðurtákn til að gefa fólki yfirlit yfir veður. strekkingur þurrviðri súld éljagangur landsynningur ofankoma andblær logn regnskúr regn klósigar gola kafaldsbylur úrkoma skýjabakki rjómablíða snjóhula stinningskaldi hundslappadrífa hægviðri stilla sorti úrhelli fárviðri skafrenningur andvari útsynningur maríutásur rok skýjaklakkar Nu viðrar vel til að lesa ur taknum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=