Orðspor 3

7. KAFLI 111 Hinir brottreknu Fæddir í janúar, mars, apríl, júlí, ágúst og október. Fyrstu dagarnir voru dásamlegir. Enginn skóli, engir kennarar að skipa ykkur fyrir og fullt af tíma til að sofa út, slaka á og njóta lífsins. Í fyrstu var netleysið stærsta vandamálið. Þegar dagarnir liðu varð aðgerðarleysið þrúgandi. Nú þyrstir ykkur í að hitta vini ykkar sem áfram fá að stunda nám. Þið saknið þess að glíma við krefjandi verkefni sem reyna á heilann. Þið sjáið fljótt að hinir útvöldu eru að fá forskot í lífinu. Menntun er ávísun á fjölbreyttari tækifæri og aukin lífsgæði. Þið fyllist reiði. Þetta er ekki sanngjarnt. Hvað ætlið þið að gera? Kíktu í vinnubók á bls. 88 Í tæp sjö ár hafið þið fengið þjálfun í að tjá skoðanir og standa fyrir máli ykkar. Þið standið sterk í tungumálinu. Þið kunnið að skrifa, eruð góð í framsögn og búið yfir hugmyndaauðgi. Nú er komið að því að nýta verkfærin sem skólinn hefur gefið ykkur. Þið þurfið að berjast fyrir rétti til náms.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=