Orðspor 3

ORÐSPOR 3 110 Nokkrir dagar hafa liðið frá því að þið sátuð í hátíðarsal skólans. Hinir útvöldu Fæddir í febrúar, maí, júní, september, nóvember og desember. Tómlegt hefur verið í skólanum undanfarna daga. Kennslustofurnar eru hálftómar og aldrei barátta um vellina í frímínútum. Skólalóðin er umgirt með gaddavírsgirðingu. Vinum hefur verið sundrað. Bekkir stokkaðir upp og fækkun hefur orðið á kennurum. Hinir útvöldu eiga að vera þakklátir. Þið fáið úrvals kennslu menntaðra kennara, aðstoð við heimanám og almennt meiri athygli frá starfsfólki skólans. Smátt og smátt rennur það upp fyrir ykkur að þið fáið tækifæri sem aðrir fá ekki. Þannig fáið þið forskot í lífinu. Samt læðist að ykkur leiði og söknuður. Þið saknið vina og kennara og furðið ykkur á óréttlætinu sem vinir ykkar og fyrrverandi skólafélagar eru beittir. Hvað ætlið þið að gera?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=